Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 7
Ég mun aldrei geta gleymt sýninni, sem ég sá. Éo hef síðar sagt nokkrunr vinum mínum frá þessu, en þeir hafa aðeins hlegið að mér. Hin rökfasta skynsemi, sem við erum alin upp í, neitar öllu, sem við ekki þegar höfum mælt með vog eða málbandi, eða sannfærzt um á annan áþreifanlegan hátt. Kannski var það líka hin tryllta fegurð tunglskinsnætur- innar, sem hafði gert mig vitskertan um stund. Rjóðrið var ekki stórt. Há tré umluktu það á alla vegu. Það var þakið mosa, þess- um dúnmjúka, dökkgræna rnosa, sem hvergi nær sömu mýkt og hér á írlandi. I því miðju var hrikaleg steinbygging. Hún var þaklaus, en útveggirnir gerðir úr gríðar- miklum steinsúlum, eða öllu heldur lítt til höggnum björgum. En ofan á steinplötun- um voru björg, sem alls staðar náðu saman á milli þeirra, svo að þau mynduðu hring í kringum svæðið í á að gizka fimm metra liæð frá jörðu. Gólfið þar fyrir innan var úr gríðarstórum hellum. Þar á miðju brann mikið bál. Fyrir öðrum enda byggingarinn- ar var upphækkaður pallur. — Lifði ég mig raunverulega aftur í liðna tíma? Er mögu- legt að breyta rás tímans? Eru atvik, sem gerðust fyrir ævafornu, alltaf að endurtaka sig? Var þetta ekki á ntiðri tuttugustu öldinni? Hafði égogmínir jafnaldrar ekki alltaf lifað við öll þau þæg- indi, sem vísindin hafa fært okkur síðustu öldina? En það, sem ég sá þá, var eins raun- verulegt fyrir mér þá og hin líðandi stund, þegar ég skrifa þetta. Inni í byggingunni var krökkt af fólki. Söngurinn hljómaði stöðugt. F.inhæfar karl- mannaraddir. Ég geng nær með hálfum liuga, en þó eins og dreginn áfrarn. Ég stað- næmist í skugganum af einni steinsúlunni. Flöktandi bjarminn af bálinu slær rauð- leitri birtu á andlitin kringum bálið. Fólk- ið er undarlega æst og hávært. Það er fá- tæklega klætt. Sterkur kliðúr, líkastur þrumuhljóði, liljómar frá vörum þess með jöfnu millibili. A pallinum andspænis mér voru stórir dökkir flekkir. Þar var hópur manna, sem voru allir klæddir einhverskon- ar skikkjum. Skvndilega þagna raddirnar og kliðurinn. Maður, sveipaður síðri hvítri skikkju, stígur að pallinum. Hann snýr sér gegnt bálinu með uppréttum höndum og hefur upp raustina. Hann er liár og tignarlegur í elds- bjarmanum. Rödd hans er lirein og sterk. Hann mælir á tungu, sem ég skil ekki. Þeg- ar hann hefur lokið máli sínu, hljómar söng- urinn að nýju. Uxi er leiddur upp að stöpl- inum. Þegar hann er teymdur fyrir birtuna af bálinu, sé ég, að hann er livítur. Skikkju- klæddi maðurinn hefur blikandi hníf á loft. Eg sé, hvar uxinn hnígur niður. Nokkrir mannanna beygja sig niður, og færa síðan goðanum eitthvað, sem líktist íláti. Hann eys blóðinu yfir mannfjöldann. Þung stuna líður frá hinum óteljandi börkum. Enn stíg- ur goðinn fram og mælir eitthvað með sinni hljómmiklu rödd. Nú er sem fjöldinn ætli að tryllast af fagnaðarlátum. Söngurinn hljómar hærra en áður. Það er auðfundið, að nú er eitthvað mikið á seyði. Gleðiópin smádeyja út. Ég sé, að ung stúlka er leidd fram fyrir bálið. Hún er klædd látlausum hvítum kyrtli. Hún er föl og svarthærð.Fyrst er sem hún sé hikandi. Hún staðnæmist og lítur í kringum sig, eins og hún vænti lijálp- ar. Mér finnst sem augnaráð hennar stað- næmist við skuggann af súlunni, sem ég stend við. En hún heyrir aðeins ánægju- muldur frá fólkinu. Hún lítur aftur í áttina til mín, á mig, að mér finnst, og mér finnst sem augnaráð hennar bræði mig upp, og ég lít undan. En nú er sem hún taki ákvörð- un. Örugg í fasi gengur hún til blótstalls- ins. Hvílík frumstæð grinnnd. Verð ég að trúa því, að þeir slátri henni með jafn köldu geði og riautinu? Hvílík villimennska. Hún beygir sig sjálfviljug fram yfir stóra fer- strenda steininn á pallinum. Ánægjukliður berst frá mannfjöldanum. Goðinn nálgast. — Ég þoli þetta ekki. Ég verð að gera eitt- hvað, grípa til einhverra úrræða, enda þótt MUNINN '31

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.