Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 8

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 8
allt virðist vonlaust, því að hvað get ég gegn þessum í'jölda? Ég er allur í svitabaði. Ég sé, þegar goð- inn hefur upp blikandi hnífinn. Mér sortn- ar fyrir augum. Ég æð'i beint út í rnann- þröngina. IJað seinasta, sem ég man, var gífurlegt gleðióp frá mannfjöldanum.----- Ég vakna í dögun. Kuldinn vekur mig. Ég ligggralinn í dúnmjúkum mosanum. Ég lít í kringum raig. Ég <er staddur í sama rjóðrinu. í kringum mig eru einhverjar ó- lögulegar steinþústur, að mestu grafnar í jarðveginn. Á stöku stað standa liallandi steindrangar, mosavaxnir. Atburðir nætur- innar standa mér ljóslifandi fyrir luigskots- sjónum. Seinasta ánægjuópið nístir ennþá gegnurn rnerg og bein. Mér líður illa. Ég rís upp úr mosanum. bað er hvassara en í gær, og ég sé, hvernig laufið fýkur fyrir vindinum. Ég er ringlaður. Veruleiki og ímyndanir ruglast santan í huga mér. Ég reyni að gera mér grein fyrir í hvaða átt halda skuli heimleiðis. Þegar ég hefi fundið stíginn, sný ég ntér við og horfi yfir rjóðrið. Það er varla liægt að greina, að þessir föllnu og hálfgröfnu steindrangar liafi verið reist- ir af manna völdum, sem tungjörð um veg- legan blótstað. En þó má enn sjá steininn stóra, sem var á miðjum blótstallinum; steinninn sjálfur er mosa hulinn, en mótar þó enn vel fyrir honum. — Fólkið á herrasetrinu vissi ekki til annars en ég hefði solið í herbergi mínu alla nótt- ina. Ég hafði rétt tíma til að liafa fataskipti, áður en hringt var til morgunverðar. Ég var fölur og þegjandalegur, meðan við. sátum undir borðum. Seinna um daginn barst tal- ið að sögu írlands. Húsbóndinn, sem var allra manna fróðastur um þau efni og þó sérstaklega um sögu þessa héraðs, minnt- ist á, að ekki langt frá hefði blótstaður hinna heiðnu verið. Síðan bætti hann við bros- andi, að einmitt síðastliðna nótt liefði verið venja að halda haustblíitið. Bændur héldu því fram, að þar væri reimt, og enn mætti heyra söng heiðingjanna innan úr skógin- vun þær nætur, sem gömlu blótin voru ltald- in. Þeir þyrðu þá ekki fyrir sitt litla líf að fara út fyrir dyr, því að þá væri skógurinn morandi af hvers kyns öndum og óvættum. Allir hlógu, en ég dró mig í hlé og var þungt hugsandi. — Ég dvaldist ekki nema nokkr- um dögum lengur á óðalssetrinu. Þá fór ég til Dyflinnar. Eitt sinn bar svo við, að ég var staddur í fornminjasafni þar í borg. I einni deildinni voru geymdar plöntur með fornírskri mál- lýsku. Af einhverri rælni bað ég vörðinn að lofa mér að heyra nokkur sýnishorn. — Ég blátt áfram hrökk í kút. Að eyrum mér streymdi hin horfna tunga. Mér fannst ég aftur vera staddur í hofinu forna og hlusta á goðann ákalla guðina, írsku guðina, sem nú lifa aðeins í þjóðtrú og sögum. — Jón. í TÍMUM Stærðfrœði i 111. B. Brynjólfur: „Hvað er eiginlega hringur?" Ágúst G.: „Strik, sem er fast í annan endann, en snýst í hinn.“ Þýzka í VI. A. „Jakob stieg, in die Hánde der starken Anna tretend, auf die Schultern Johanns." Jóhann þýðir: „Jakob steig upp á herðar Jóhanns, sem stóð á höndunum." Stccrðfrœðipró)/ i IV. B. Þórmundur skilar auðu blaði. Jón Hafsteinn kallar á eftir honum: „Það er nú venja að strika undir allar út- komur." Danska i IV. S. .... svævede dens blik til alle sider . . . . “ Jón Kr. þýðir: „Augu hans svifu í allar áttir.“ Og áfrant: ,,. . . .bag det ábne land gik just solen neð.“ Sami þýðir: „Og bak við opið landið sett- ist sólin rétt niður. 32 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.