Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 10

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 10
— Lesið þið ekki stundum það, sem stendur á póstkortunum? — Við verðum auðvitað að lesa utaná- skriftirnar, og þá sjáum við stundum ó- vart . . . — Við mundum nú lesa öll kort og allt prentað mál líka, grípum við fram í. — Já, það er nti einmitt þess vegna, sem strákum er ekki trúað fyrir póstinum. Ann- ars liefðuð þið gott af að hafa hann í svo sem eina viku, þá þyrftuð þið ekki að taka þetta viðtal. — Eru bréfin aldrei með ólæsilegri eða óskiljanlegri utanáskrift, þannig að þið lendið í vandræðum? — Jú, jú, oft. Við leitum þá á náðír ráðs- mannsins. — Getur hann ráðið fram úr öllu? — Ja, hann er okkur oft hjálplegur. — Hvað koma nú mörg bréf og póstsend- ingar á dag í ykkar hendur? — Aldrei færri en þrjú, nema þegar sam- giingulaust er. í dag eru þau nteð flesta móti, 70—80. — Komizt þið ekki fljótt upp á að þekkja alla með nafni í vistinni, vegna bréfanna? spyrjum við. — Jú, það er allt í lagi ofan við þriðja bekk, en samt eru vissir rnenn, sem ég ntan aldrei, hvað heita, segir Lára. — Þakka ntenn fyrir, þegar þeir fá bréf, eða verða þeir kannski vondir? — Flestir verða glaðir við, en með bréfin frá International Youtli Service gegnir öðru máli, þau eru alltaf strax rifin í tætlur. — Hvaða nemandi lær flest bréf? — í fyrra fengtt Kristján og Leó Kristjáns- synir flest bréf. — En í vetur? — Það er allt of stutt liðið af vetrinum til að geta sagt um það. Haldið þið kannski, að við höfum lista og merkjum við? spyr Lára. — Ég helcl nú reyndar, að ég viti það, en ég vil ekki segja það, bætir Jóhanna við. — Er það stelpa? spyr blaðamaðurinn. — Haldið þið, að við látum yfirlieyra okkur svona? svarar Jóhanna. — Við gefumst upp við þetta atriði, en spyrjum: — Eruð þið ekki fegnar, ef sami maður- inn fær þrjú bréf sama daginn, en svo ekk- ert í hálfan mánuð? — Okkur þykir það leiðinlegt hans vegna, en annars ágætt. — Er ekki starfið tímafrekt? — Við látum það nú allt vera. — Segið þið mér eitt, segir blaðamaður- inn. Hvernig getur staðið á því, að ég, sent skrifa allt upp í fimm bréf á dag, fæ stund- um ekki bréf vikum saman? Aldrei hef ég fengið bréf frá þér, en varla eru þau skemmtileg, svarar Lára. — Fáið þið nokkurn tíma bréf sjálfar? — Jú, haldið þið, að við séum eitthvað frábrugðnar öðru fólki? segir Jóhanna. Nú er hurðinni hrundið upp, og Bryndís steðjar inn. — Hvað er þetta, manneskja, ertu ekki að korna á kórælingu, segir hún við Jó- hönnu. Við verðum nefnilega tvær einar í millirödd í dag, svo að við verðum að standa okkur. Exit Jóhanna. Með leyfi Láru tökum við blaðasnáparn- ir að skyggnast í póst dagsins. Hann er alls 76 bréf og blöð, þar af 32 frá International Youtli Service. Auk þess er þarna Paris Match til Thorarinn Björnsson, Nordisk Matematisk Tidskrift til cand. mag. S. Palmason og frímerkjatímarit handa Arna ráðsmanni. Einnig bréf til Steingríms Sig- urðssonar og Guðmundar Vigfússonar. — Lengst er að komið bréf frá Tanganyika til Kristjáns Sigvaldasonar í 3. B. Síðan var matarhlé, sem ntargnefndir póstverðir notuðu til að útdeila bréfa- bunkanum. Að því loknu heldur viðtalið áfrant af fullum krafti, en þó ekki fyrr en gestum og gangandi hefur verið vísað á dyr. — jæja. Þá byrjum við aftur. Fáið þið ekki einhverja þóknun fyrir allt þetta starf? 34 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.