Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 16

Muninn - 01.12.1961, Blaðsíða 16
HEYRT 0G SEÐ Þátturinn er hafinn. Að gefnu tilefni vilja höfundar þessa þáttar taka fram, að liver þáttur tekur að- eins yfir ákveðið tímabil. Sá síðasti náði yf- ir októbermánið, eins og hann lter með sér. Þessi þáttur tekur yfir nóvember. í þætti þessum í síðasta blaði Munins varð sti meinlega villa, að sagt var, að fjórðubekkingar liefðu háldið dansleikinn 21. okt., en, sem kunnugt er, voru'það finnntubekkingar. Biðjum við fjórðubekk- inga afsökunar á þessu. Steindör Steindórsson sagði frá Öskjuför IV. S. á Sal 2. nóv. Rakti hann fyrst sögu fyrri rannsókna á Öskju og síðan ferðasög- una. Lét hann vel af samfylgdarmönnunum í ferðinni, bæði Hermanni, Armanni og fjórðubekkingum. Rétt upþ ur mánaðamótum liófst liin ár- lega læknisskoðun menntlinga. Skoðunina framkvæmdi að þessu sinni Inga Björnsdótt- ir læknir, í stað Jóhanns Þorkelssonar hér- aðslæknis. Tók skoðunin óvenju langan tíma eða hálfan mánuð. Hinn 4. nóv. var gefið frí í tveim síðustu tímurri og jafnframt tilkynnt, að nota skyldi fríið til að horfa á sundkeppni í sundlaug staðarins. Fáir munu þó hafa notað fríið rétt, og bar mest á miðskóladeildinni, senr hélt uppi snjókasti þvert yfir laugina áður en mótið hófst. Tíu mínútum yfir auglýst- an tíma setti Arnaldur Árnason, formaður í. M. A. mótið með snjallri ræðu. Áminnti hann keppendur um stundvísi og drengi- lega keppni, en áhorfendur um þolinmæði. Voru nú framin mörg afrek og stór og marg- ir verðlaunapeningar veittir (sbr. íþrótta- þátt). Dansleikur var haldinn á Sal laugardag- inn 4. nóv. á vegum VI. bekkjar. Dagskrá- in var þannig: Skólameistari sagði stutt á- grip af sögu Carminu, og Halldór Gunnars- son sýndi mönnum sýnishorn úr þeirri Car- 40 MUNINN minu, sem nú er í smíðum. Þá var spurn- ingakeppni á milli finnn manna' liðs skól- ans, sem á að kepjia í spurningaþætti í út- varpinu í vetur, og jafnfjölmenns pressu- liðs. Urvalsliðinu var dærndur sigur. Loks var gamanþáttur, eftirhermur, sem Hreinn Pálsson og Baldur Árnason sáu um. Á eftir var svo að sjálfsögðu dansað lengi og vel. Askja hél't áfram að gjósa. Skikkanlegt véður var 8. nóv. og lagði þá VI. S upp í Öskjuferð og liugðist feta í fótspör IV. S. Fararstjóri var Jón Flafsteinn Jónsson. Far- ið var um kvöldið og haldið viðstöðulaust áfram austur að Jökulsá og inn með henni sem leið liggur. Dreif þá á hríð nokkra og náttmyrkur. Reyndist ferðalöngunum eigi auðratað. Sagðist einum þeirra svo frá á eftir, að þeir hefðu verið áð villast þarna í tvo tíma og hefðu fáeinir misst hjartað og e. t. v. fleira niður í buxur. Ýmislegt var tekið til bragðs, t. d. var um tíma stýrt eftir áttavita, en gafst miður vel, og hefðu bíl- arnir líklega lent í Jökulsá, liefði ekki ann- ar bílstjórinn tekið ráðin af áttavitariúm. Komust ferðalangarnir nálægt Herðubreið- arlindum, en sáu ekkert til Öskju, og þótt- ust góðir, er þeir náðu byggðum. Komu kapparnir í bæinn eftir tæplega sólarhrings- ferð. Mun þá ýmsum hafa stokkið bros. Föstudaginn 10. var sungið mánaðarfrí í öllum frímínútum, og var lengi vel hafður þessi texti: „Meistari, gefðu okkur rnánað- arfrí, halelúja." Höfnndur ókunnur, en lag- ið þekkt. Salur Var og liörð atkvæðagreiðsla um það, hvaða dag skyldi hafa fríið. Var samþykkt að hafa það daginií eftir með 184 atkv. gegn 156. Mánaðarfrí var því þ. 11., á afmælisdag þjóðskáldsins Matthíasar. Listkynning var á Sal hinn 14. kl. 8.30. Flutti Bjarni Sigbjörnsson kennari þar fyrst snjallt erindi um Snorra skáld Hjartarson og þrír nemendur, Lára Björnsdóttir, Mar- grét Erlendsdóttir og Hreirin Pálsson lásu

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.