Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 15

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 15
FALL Nú ku vera komið í tízku að kunna sín fræði greitt. En ég stóð mig þunnt í þýzku og þar fékk ég — ekki neitt! í stærðfræði stóð ég mig illa ég stamaði, þankinn var seinn og prófið ein vesældar villa, ég varð að fúxa með einn. í ensku ég óður barðist, ég ætlaði að standa mig, sko, en livað sem ég vasklega varðist viti menn — fékk ég tvo. FYRR OG NÚ Ei var sti tíð í gleymskuna grafin glæsimennskunnar ljóma er vafin, fósturjarðar lielgi var hafin til liæða í snjöllum bögum. En nú er það brauðið og baunaskálin, á borðið lögð er þjóðarsálin, landinu semja svikamálin seggir á vorurn dögum. — nemo HAUST Elúmtjöld rökkurblá, reifa gxund og lilíð. Elaustsins andardrátt yfir fjörðinn ber. Sölna sumarblóm, sofnar víðikló, yfir djúpum dal drúpir þögul nótt. Esshdge. í latínu lágt var skriðið og laukréttu svörin fá. Ég hafði ekki kvartað, en kviðið, ég kom mér samt upp í þrjá. Mér líður svo ári illa. Nú æpir mín tillinning, að ég sé ein veraldar villa, sem vilji fá leiðrétting. - eff. MUNINN 63

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.