Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 22

Muninn - 01.02.1962, Blaðsíða 22
SALMURINN UM BLOMIÐ Hann var bara gamall maður, sem átti sinn eiginn heim. En heimurinn hans var svo fallegur. Hann sagði, að blómin væru líf rnann- anna, og þegar maðurinn fæcldist, fæddist um leið blóm á jörðunni, senr lifði jafn lengi og maðurinn. Og trén voru hugsjónir mannanna. Hann kom á hælið fyrir þrem vikunr og var látinn í númer tuttugu, og við urðum vinir, því að ég var í núnrer nítján. Hann lrafði verið garðyrkj unraður, og liann hlúði að blómunum og reytti frá þeinr illgresið. Það hafði verið þurrt sumar, og hlónrin skrælnuðu. En eina nóttina byrjaði að rigna. Þessa nótt vakti ég og talaði við myrkrið, en myrkrið er unnusta nrín, og þegar rignir, er hún döpur og þarfnast al- tiðar. Þá heyrðum við, að gler brotnaði og ganrli maðurinn skreið út unr gluggann sinn. Og ég ætlaði að kalla á lrann að láta myrkrið vera. En hann var ekki að finna myrkrið, hann rétti upp hendurnar og lrorfði í regn- ið, og hann grét. Svo lagðist hann í mold- ina og boraði niður lröndunum. Hann var ríkur að geta grátið, og ég gladdist með lronunr. Hann tók handfylli af mold, strauk henni framan í sig og lét svo regnið þvo sér. En þá tóku þeir hann. Þeir voru níð- ingar. Kannski elskaði lrann regnið, eins og ég elskaði nóttina. Síðan var hann alltaf lokaður inni, þeg- ar regrrið kom. Við strukunr af lrælinu, gamli maðurinn og ég. Hann ætlaði að sýna mér blómið sitt. Þegar við sáum ekki lengur hælið, þá lrló hann. Það var gaman að sjá þennan gamla mann glaðan eins og barn. Hann lét vatn í húfuna sína og skildi Irana aldrei við sig. Það var víst í gær, senr við strukum, en nrér finnst það vera nrannsaldur. Við geng- um áfranr í alla nótt. Gamli nraðurinn vildi ekki hvíla sig. En í nrorgun var ganrli nrað- urinn orðinn þreyttur, og lrann datt og missti vatnið úr húfunni sinni. Og þá grét liann, því að hann gat ekkert fært blóminu sínu. Ég varð að styðja hann. Hann var svo viðkvæmur og átti erfitt nreð gang, og ég spurði hann, hvort blónrið væri langt í burtu. Ganrli maðurinn benti út í fjarsk- ann og sagði, að uppi á þessu stóra fjalli væri blónrið sitt.... Ég varð reiður. Hann var fífl, ganrli nrað- urinn, lrann átti sinn eiginn Ireinr, en heim- urinn var ofviða ganrla manninum. Ef við einlrvern tíma næðum upp á fjallið, þá væri það nrér að þakka. Við náðunr upp á fjallið núna rétt áðan, og ég varð að bera gamla manninn síðasta spölinn. Og þetta var þá blómið lians, svona lítið og svona ljótt. Ég lreld á blónr- irru í lófanum, ég sleit það. Ég reyndi að segja honunr, að þetta væri ekki blónrið lrans. Og ég sagði, að hann væri geggjaður og að maðurinn væri ekki blónr. Núna er farið að rigna, og regnið er dá- samlega svalandi. En ganrli maðurinn er dáinn. Hann dó, þegar ég sleit blómið. Svona líka Ijótt blónr. Br. Viborg. Þýzka í 4. S. ,,Das Geráusch erfúllte clen Wald nrit lauten Rauschen.“ Pálnri þýðir: „Hávaðinn fyllti skóginn með skrjáfi sínu." 70 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.