Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 11

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 11
RÆTT VIÐ GUNNAR EYDAL Fréttaritari Munins átti fyrir stuttu við- tal það, sem hér fer á eftir, við nýkjörinn formann Hugins. Við hittumst á förnum vegi og tókunr tal saman. — Þú ert innfæddur Akureyringur, Gunn- ar, eða er ekki svo? — Jú, það er rétt, en ég á til Eyfirðinga og Austfirðinga að telja. — Þú hefur auðvitað hafið skólagöngu þína hér á Akureyri? — Eg var að sjálfsögðu hér í barnaskóla og síðar fór ég í Menntaskólann og iief verið þar í fimm vetur. — Þér er þá auðvitað skólinn og skólalíf- ið vel kunnugt? — ]á, segja má, að mér sé kennslutilhög- un og húsaskipan vel kunn, en hitt skulum við ekki ræða að sinni. Gunnar er nraður prúður og kurteis vel. — Hvað vildir þú helzt segja mér af fram- tíðarhorfum Hugins og áætlunum þínum í sambandi við félagsstarfið? — Eg vil fyrst bera franr þær óskir nrínar, að lagabætur Gunnars Rafns nregi verða fé- laginu til eflingar. Öll aðstaða til félags- málastarfsemi innan skólans lrefur stórum batnað r ið tilkomu setustofunnar, og gera má ráð fyrir, að það eigi eftir að nrarka djúpt spor í sögu félagslífs í skúlanum og verði því sú lyftistöng, senr segja nrá, að því sé að nrörgu leyti nauðsynleg. — Hefur þú í liuga einhverjar breyting- ar eða nýbreytni í starfsemi félagsins? — Engrar stórbreytingar tel ég þörf, þó er ýmislegt, senr mér finnst betur mætti fara. Kenrur nrér í því sanrbandi í hug skipulag tónlistarnefndar. Hvað viðvíkur málfundum tel ég æski- legt, að þeir verði fjölbreyttari en verið Iref- ur. Mætti t. d. reyna að fá sérfróða merrn til fyrirlestra um hin ýmsu málefni. — Hvað vildir þú segja unr stjórnmálin í sanrbandi við málfundina? Telur þú æski- legt, að þau verði nreira til unrræðu en ver- ið hefur? — Mér finnst, að efni þau, senr yfirleitt eru til umræðu á málfundum, gefi oft svo mikið tilefni til umræðna unr stjórnmál, að óþarfi sé að taka þau nokkuð sérstaklega fyrir. — Hvað vildir þú segja unr útgáfu skóla- blaðsins? Telur þú réttara t. d. að fjölrita blaðið? — Nei, ég tel æskilegt, að blaðið verði í sanra formi og verið hefur. Blaðið myndi aldrei verða eins vel úr garði gert, ef það yrði fjölritað. Til dænris yrði þá ekki liægt að birta í því ljósmyndir, sem setja mjög skemmtilegan svip á það. — Hvað vildir þú segja unr þátttökuna í félagsmálunum? — Mér finnst þátttakan þurfi að vera nrun almennari og sérstaklega á þetta við þá, sem búa úti í bæ. Annars vona ég, að starfið á næsta vetri gangi vel og nregi verða skólanunr og nenrendum lrans til heilla, og inrr leið vil ég þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf. Að svo nræltu slitunr \ið tali okkar og liéldum hvor sína leið. Friðgeir Björnsson. Náttúrufrœði í IV. B. Steindór talar unr bergmálsnræla í skip- unr: „. . . . en nú á dögum er hver koppur nreð bergmálsnræli." Rödd úr bekknunr: „Ekki koppurinn nrinn. Það er plastkoppur." Steindór: „Jæja, en bergmálar ekki í hon- unr samt?“ MUNINN 83

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.