Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 13

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 13
og freti, er sumir menn af glópsku sinni nefna danstónlist. Gunnar Kárason, IV. S.: Að mínu áliti er þetta ekki eingöngu bundið við nnga fólkið, og til dæmis veit ég um kerlingu eina, 86 ára garnla, sem langar alltaf á böll og segist ekkert skemmta sér nema dansa. Mér finnst ofur eðlilegt, að unglingunum sem öðrum finnist gaman að stunda fóta- mennt, þar eð auk dansleikja er ekki um margt að velja. — Dansinn er þroskandi og getur verið fögur íþrótt, ef liann er vel dansaður. Með aukinni danskennslu í skól- um er áreiðanlegt, að hægt væri að rninnka drykkjuskap að mun. Þórunn Ólafsdóttir, V. B.: Ungu fólki þykir gaman að dansa, enda munu dansleik- ir vera ein vinsælasta skemmtun rneðal þess. Vafalaust veldur tízkan því að nokkru leyti. Kynning fólks nú á dögum er orðin með svo miklu skjótari hætti en áður var. Hverjum manni er nauðsynlegt að blanda geði við aðra, og reynslan hefur sýnt, að ungu fólki er ekki óljúft að gera það í dansi. Mörgum er léttara um að kynnast þannig, og það á e.t.v. ekki sízt við um okkur íslend- inga, sem erum heldur hlédrægir að eðlis- lari. Dansinn getur verið í senn íþrótt og list, og það er bæði heilbrigt og eðlilegt, að ungt fólk skemmti sér saman og sé glatt. Þess vegna á dansinn að geta haft mikið félagslegt gildi. Það viðhorf, sem felst í latneska orðtakinu: Nemo saltat sobrius, nisi forte insanit, er nú mjög tekið að missa gildi sitt. STAKA Daga lengir, kernur kvöld, kaldur ríkir vetur. Strauma tímans, ár og öld, ekkert stöðvað getur. F. Bj. KVÖLD í MAÍ Blátt er loftið, blærinn blíður er, og mistur lijúpar hvítan jökul við himinbogans rönd. Hljótt er inn til dala, liljótt er út við strönd. - h. STEMNING Óræður aftanroðinn ilmur frá rakri mold, faðmur hins döggvota dais og draumur mín sjálfs blandast hugljúfri helgi hins hnígandi dags. Svo breiðist sólarlag yfir svefnþrungna jörð, blómin breyta um svip, bakkarnir meðfram ánni titra við órofa átök ólgandi straums. Morgunninn rís úr rekkju, rökkrið hverfur á braut. Söngur í sólþyrstum fuglum, síkvikur blærinn hvíslar. Vindharpan verður slegin vorbjörtum fingrum. Esshdge. muninn 85

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.