Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 16

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 16
í upphafi j)riðja tíma mánud. 12. marz var hringt á Sal, þar sem skólameistari til- kynnti, að skólanum yrði lokað til föstudags vegna inflúenzu, enda lægju nú 40% nem- enda. Næstu daga var almennt legið í inflúenzu í vistinni og víðar, og höfðu þeir, er uppi stóðu, ærið starf við að bera mat í sjúkling- ana. Útvarp Orion sendi daglega út óska- lagaþátt, hinum þjáðu til hugarhægðar. Minnti vistin fremur á sjúkrahús en heima- vist jressa daga. Urn jrað er sóttin tók að réna, var ákveðið að fella niður nemendaskipti í ár, svo og árs- hátíð. Þriðji bekkur hélt hlöðuball 24. marz. Voru þar ýmis skemmtiatriði og mikið fjör, sent og áberandi góðvild milli karla og kvenna. Skylduferðir í Útgarð liófust 26. marz, og fór fyrst 4. bekkur í skíðahótelið, en síðan aðrir bekkir í Útgarð næstu daga. Salur var 29. marz, og boðaði j)ar Olafur Gunnarsson sálfræðingur starfsfræðslu margslungnum orðum. Eftirfarandi auglýsing sást hanga uppi á skólaganginum 31. marz: Nemendur, athug- ið! 1. apríl frestað til 5. apríl. — Nefndin. Auglýsingunni varð ekki langra lífdaga auð- ið, og fórst því framkvæmd fyrir, og getur vart aumlegri mánaðamót í skólanum. Starfsfræðsla var 1. apríl, og hæfði þar skel kjafti. Rögnvaldur Hannesson konr í skólann 1. apríl úr villta vestrinu. Þykir okktxr fengur, að liann skuli ekki Jiafa orðið bandarísku kvenfólki að bráð. Málfundur var í setustofunni 4. apríl. Kristján Kristjánsson setti fundinn í fjar- veru Gunnars Rafns, senr búinn var að leggja niður völd og fariirn heim til sín. Kristján skipaði auðvitað Leó bróður siirn fundarstjóra. Síðan flutti Þráinn Þorvalds- son framsöguræðu um efnið: Hvaða at- vinnuveg eiga íslendingar að leggja mesta Kennararnir kvaddir. áherzlu á í framtíðimri? Meirn gættu jress varla nóg að vera ósammála, til þess að fundurinn gæti verið mjög skennntilegur. en þó urðu deilur með mönnum unr laird- búnaðarmál o. fl. Tónlistarkyirning var í setustofumri að kvöldi 11. apríl. Gætti þar nrjög þýzkra á- hrifa, eintónr tónlist eftir Robert Sc’hu- nrairn, m. a. við yfirgengilega lrjartnæm kvæði þessara jrýzku kalla. í fjórða og finrmta tíma lrinn 12. sátu allir í kirkju (aldrei þessu vant) og lrlýddn á orgelleik dr. Páls ísólfssonar. Það eitt bar til tíðinda, að þakið á kirkjunni reyndist emr vera á sínum stað á eftir. Aðalfundur Hugins var á Sal í fjórða tínra 13. apríl. Rögnvaldur Hannesson stýrði lron- um öðru lrvoru. Flestar nefndir og stjórnir urðu sjálfkjörnar, ekki þó formaður Hugins og fulltrúi núverairdi IV. bekkjar í rit- nefnd. Var Gunnar Eydal, til þessa lítt þekktur maður í félagsnrálum, kjörinn for- nraður fyrir næsta ár, en í ritnefirdina íráði kjöri Bergþóra Gísladóttir. Þegar leið á fundinn, kom fram nýstárleg tillaga um að svipta sjöttubekkinga kosningarétti á aðal- fundum, rétt eiirs og nriðskóladeildina. Helztu forvígisnreirn nrálsins voru Friðrik Þórleifsson, Ingvar Björnsson og Mikael, og jregar það varð lýðunr ljóst, hló allur þing- lreimur. Eftir dálítið málaþras var tillagair síðan kolfelld. Dimission var svo 16. apríl, og nú er þætt- inum lokið. BjÖrn. 88 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.