Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 18

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 18
Telur Björn þennan fyrrihluta sinn hið mesta sannmæli, en í sömu mund botnar Einar af góðmennsku sinni: Að einhver við þig væri góð vildi ég glaður heyra. En Björn lætur ekkert á sig bíta: Oft á daginn yrkir vísur Einar glaður. En á kvöldin eltir skvísur, enda maður. Þegar hér er komið sögu, er nokkuð gengið á vistir, og rís Sigurður Guðmunds- son frá Elateyri þunglega á fætur og gengur fram salinn. Má gjörla sjá á göngufagi hans, livert förinni er lreitið. Verður leiðangur Sigurðar Eriðriki Þórleifssyni að yrkisefni: Vestfirðingar virðast kunna vel að rneta 1 kræsingar, og kleinur eta, kýla vömb sem rnest þeir geta. Ekki láta á sér standa eftirköstin. Á salernið þá rekkar rata. Raun varð hörð hjá Sigga flata. Kristni geðjast að kaffinu: Bleksterkt kaffið blæs í andann betra lífi. Muninn borgar, bræður etið bara meðan að þið getið. Björn gerist nú rnettur og er liarla ánægð- ur með lífið og tilveruna: Gott er oft að sitja saman og semja bögur. Einar botnar lipurlega: Hafa uppi glens og gaman og góðar sögur. Björn verður enn kátari og kallar: ,,Þjónn — vindla". Glaðnar ni'i yfir öllum, og innan skamrns er samkundan hulin reykjarmekki. Þó gengur Kristni illa að láta lila í vindli sínum, en kveður í sig kjark: Þó það kosti þraut og stríð, þá skal lifa í mínum vindli. Friðrik hendir fyrrihlutann á lofti: Aldrei skal ég yrkja níð eða beita nokkru svindli. Friðgeir gerist nú allkerskinn og baunar á Kristin: Kenrpa stór er Kristinn Jóh., konur við að dóla. Ætti að róa út á sjó en ekki sitja í skóla. Þetta telur Kristinn atvinnuróg og svarar um hæl: Friðgeir kappinn fann sér mót fleininn braga reiddi og frá hjartans innstu rót ógnar vindhögg greiddi. Nú taka rnenn mjög að fylgja fyrrnefndu dæmi Sigurðar, og Friðrik kveður: Kvæðamenn kveða enn kátt spé. Virðist mér vinsælt hér vaff sé. VindiU F.inars er á þrotum, og yrkir hann því: Þá er bollinn þurr í grunn og þróttur flúinn. Vindillinn að verða búinn, veröldin er öfugsnúin. 90 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.