Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 20

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 20
IÞROTTIR Körfuknattleikur. Körfuknattleiksmót skólans var háð fyr- ir nokkru. Tóku sjö lið þátt í því. Fimmti bekkur bar sigur úr býtum eftir skemmti- Og Hjalti Steinþórsson heldur áfram í sama dúr: Yrkir níð í erg og gríð, er því lýðum kunnur. Úrhrök srníðar alla tíð Egils víði munnur. Enn á ný lætur Friðrik ljós sitt skína: Er nú fátt í andans sjóð, engan mátt ég hef til ljóða. Vil ég þrátt við þennan óð þreyta háttinn dýra, góða. Loksins er andinn kominn yfir Sigurð: Lætur mér ei ljóðahjal, léttvæg versagjörðin. Úr andans firna mögrum mal má ég telja spörðin. Þegar hér var komið sögu, þótti ritstjór- anum mál til komið að gera enda á sam- kvæmið. Sleit hann fundi með vísu þessari: Sú var tíð, að sat ég kátur samdi vísur. Nú er úti allur hlátur engar skvísur. Ekki verður meira kveðið að sinni. legan úrslitaleik við a-lið þriðja bekkjar. en þeir sendu þrjú lið til þessarar keppni, og virðist íþróttaáhugi vera góður hjá þeim, og er gott til þess að vita. Lið sigurvegaranna er skipað eftirtöldum mönnum: Hannes Haraldsson, Ingimund- ur Árnason, Guðmundur Tulinius, Krist- ján Olafsson, Ingvar Viktorsson. Handknattleikur. Handknattleikur hefur staðið með nokkr- um blóma hér í skólanum í vetur. Hafa kvöldæfingar í honum verið allvel stund- aðar, einnig hafa stúlkurnar liaft tíma og æft með góðum árangri. o o Tíu lið tóku þátt í handknattleikskeppni skólans, og var keppt í tveim riðlum. Sigur- vegararnir í þeim kepptu síðan til úrslita um bikar, sem fimmtubekkingar gáfu. A-lið fimmta bekkjar sigraði í öðrum riðlinum og b-lið þeirra í hinum og kepptu því til úrslita og sigraði a-liðið. Sigur þess liðs kom engum á óvart, því að þeir hafa verið sig- urvegarar í þessari grein, síðan þeir komu í skólann. Þó hafa þeir misst tvo rnenn, sem voru í a-liðinu, og veikti það liðið að mun, enda sýndu þeir ekki eins mikla yfir- burði í leikjum sínum og oft áður. Liðið var þannig skipað: Hannes Haraldsson, Ing- var Viktorsson, Guðmundur Björnsson, Ás- björn Sveinsson og Erlingur Runólfsson. Einnig er nýlokið Akureyrarmóti í hand- knattleik. í. M. A. sendi þrjú lið til keppni þar, í meistaraflokk og annan flokk karla og í kvennaflokk. Þau stóðu sig öll ágætlega og urðu alls staðar í öðru sæti og voru full- komlega sambærileg við sterkustu lið bæj- arins. Það, sem einkum vantaði á til að ná enn betri árangri, var harka og ákveðni. H. F. 92 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.