Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 6

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 6
Sofið undir SIGNUBRÚ „Þat mælti mín móðir at mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar fara burt með víkingum." Svo kvað Egill Skallagrímsson fyrir þús- und árum, að því er segir í fornum bókum. Enn er útþráin mörgum íslendingum í blóð borin, en fæstir munu nú lengur fara utan í þeim tilgangi að „höggva mann ok annan". Okkur er kunnugt um tvo heimsmanns- lega fimmtubekkinga, þá Ragnar Sigurðs- son og Steinar Þorsteinsson, sem í sumar hjuggu greinar af trjám og óku möl á Frankagrundu, þar sem víkingar forðum brenndu kirkjur og báru ungbörn á spjóts- oddum. Hyggjum við gott, að einhverjir landar iÞorgeirs sáluga Hávarssonar skuli hafa liaft sinnu á að bæta fyrir gömul brot, og betra er seint en aldrei. Eftir að blaða- maðurinn hefur ginnt þá félaga inn á Hótel Kea með kaffi og rjómapönnukökum, dreg- ur hann upp blokk og penna og tekur að bera upp spurningar: — Hvað höfðuð þið félagar helzt fyrir stafni þarna syðra? — Ja, við vorum nú eiginlega í eins kon- ar atvinnubótavinnu, endurbættum vegi, hjuggum til tré og snyrtum í skemmtigörð- um. — Og á vegum hverra? — Franskrar stofnunar í París, sem vinn- ur að auknum kynnum milli æskufólks af ýmsu þjóðerni. — Hvernig var samkomulagið á milli þjóðanna þarna? — Prýðilegt, meira að segja milli Frakk- anna og Þjóðverjanna. T. d. vorum við einu sinni að skoða helli í nágrenni Reims, þar sem Þjóðverjar höfðu útbúið virki í stríð- inu. Leiðsögumaðurinn lýsti þessu öllu 6 MIISI N N mjög skilmerkilega og sýndi okkur, lnar Frakkar og iÞjóðverjar lágu í þrjá daga og skiptust á skotum í myrkrinu. En það bar ekki neitt á neinu. — Teljið þið ábatavænlegt lyrir íslenzka námsmenn að stunda vegagerð í Frakklandi á sumrum? — Það er mikið álitamál. Við urðum að borga 36 nýfranka fyrir dvölina í fyrstu vinnubúðunum, en minna, eftir því sem við vorum lengur. — Kynntust þið nokkrum tæknilegum nýjungum í þessari vinnu? — Nei, hreint ekki. \hð notuðumst \ið venjuleg handverkfæri s. s. hjólbörur skófl- ur og sigðar. — Voruð þið dálítið duglegir? — Jaa, (þeir líta livor á annan) já, einu sinni settum við met. Við vorum með strák- um frá Viet-Nam og Hollandi og mokuðum úr 35 tonnum af möl, meðan 12 aðrir mok- uðu úr 15 tonnum. Sumir voru alltaf að leggja sig og sleikja sólskinið, sérstaklega M aroccomen n irnir. — Hvernig var fæðið? — Léleot. Stofnunin er heldur fátæk, o° við urðum að kokka sjálfir. — Nú, einmitt. Þið liafið kannske komið einhverjum íslenzkum réttum á framfæri? — Ja, ég bjó nú einu sinni til kartöflu- stöppu, eins og tíðkast hér heima, segir Steinar, en þeim þótti ég fara lieldur aftan að siðunum, þegar ég sykraði stöppuna en saltaði kakóið. — Og hvernig smakkaðist stappan? — Ja, það endaði nú með því, að ég borð- aði hana einn, segir Steinar, og brosir af- 7 O 7 O sakandi, en Ragnar glottir. — Það virðist augljóst, að þessi landkynn- ing hefur misheppnazt, svo að ég forvitnast

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.