Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 9

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 9
betur fer hafa víðsýnir menn gripið í taum- ana með réttlátum aðgerðum. Eg hlýt að hafa verið mjög heimskur, þegar ég var ungur. Að vísu er starf rnitt tilbreytingarlítið, en peningar eru alltaf peningar. Eg kem á skrifstofuna kl. 9 sezt í þægi- legan skrifstofustól, sem er á hjólum. Eg fletti blöðum og skrifa tölur og aftur tölur. Svo hef ég síma og allar tilheyrandi skrif- stofuvélar á skrifborðinu mínu, ef ég skyldi þurfa að margfalda eða leggja saman flókn- ar tölur eins og 23 og 97. Við næsta borð til hliðar við mig er ung og falleg stúlka. Eg mundi sjálfsagt líta ti! hennar hýru auga, ef ég hefði ekki unnið á þessari skrif- stolu í 20 ár. Og við hjónin erum líka barn- laus. Það hefur nefnilega lamandi áhrif á kynferðislífið að vinna á svona skrifstofu í 20 ár. I gærdag gekk ég líka eftir þessari götu á leið heim til mín (konan mín er nefni- lega í mörgum klúbbum). Þá hitti ég garnl- an skólabróður minn, sem var einu sinni samherji minn. Hann var eldheitur múg- sinni, en talsvert drykkfelldur, enda hafði skólaganga hans ekki orðið löng. Hann var einn af þeinr, sem liægt var að tæla og teynra á asnaeyrunum, þótt aldrei hefði hann borið gæfu til að komast í góða stöðu eins og ég, og láta af þessu heimskulega verkalýðsbrölti. Mér var í raun og veru \el við manngarminn, þótt hann hefði oft „klumskjaftað" mig, eftir að ég „kristnað- ist“. Eg bauð honurn heim til mín, þótt hann væri bæði illa til fara og drukkinn. Við ræddum um skóladaga okkar og bernsku- brek. Þegar við vorum seztir inn í þægilega stofuna með \indla og Whiskyglös, þá byrjaði mannfýlan að tala um pólitík. Ég hef satt að segja aldrei verið sérlega hrað- mælskur í slíkum umræðum, og satt að seg ja fór hann hálfilla með mig. Og það var engin furða, þótt ég fylltist réttlátri reiði, þegar þessi siðlausi og larfalegi villimaður, sem sat í mínum hægindastól og drakk mitt vín, sagði mér, að ég hefði selt sál mína fyrir skrifstofustöðuna og svikið skoðun mína. Þvílík smán! Ég ákvað að hefna mín. En hvernig átti ég að gera það? Gat ég ekki baunað einhverju á hann í staðinn? En mig skorti hugmyndaflug til þess. Átti ég að reka manninn út? Hann gat kannske neitað að fara út. Það er ekki gott að segja, upp á hverju þessir barbarar kunna að taka. Nei. Ég fór aðrar leiðir. Ég talaði þvert um hug minn og reyndi að stilla mig. Ég leiddi talið að starfi mínu á skrifstofunni, sagði, að þetta væri mjög heiðarlegt starf, sem hvaða verkalýðssinni sem væri gæti komizt í. Hinsvegar væri starf gjaldkerans ekki eins eftirsóknarvert. Því fylgdi mikil ábyrgð, en samt væru varúðarráðstafanir, t. d. gegn innbrotum, litlar senr engar. T. d. væVi auðvelt að klifra inn um glugga á annarri hæð hússins, þar sem allir lyklar skrifstof- unnar væru geymdir. A hverri nóttu væri mikið fé geymt í peningakassa gjaldkerans. Ég gat [ress samt ekki, að í húsinu væri bæði viðvörunarkerfi og fílefldur næturvörður. Síðan leiddi ég talið inn á aðrar brautir. Kunningi minn var orðinn ör og ræddi mjög um mismuninn á lífskjörum rnann- anna o. s. frv. T. d. lifði ég í alsnægtum, en hann væri hungraður á hverjum degi. Seint um kvöldið kom svo konan heim, ábúðar- mikil að vanda. Þá hrökklaðist hann út, en konan mín ræddi mikið um nýjustu kvöld- kjólatízkuna og þennan dásamlega, nýja morgunslopp, sem hún hafði séð hjá vin- konu sinni. Þegar ég kom á skrifstofuna í morgun, var mér sagt frá því, að næturvörðurinn hefði handtekið þjóf í skrifstofu gjaldker- ans um nóttina. Þjófurinn hafði verið tals- vert ölvaður og verið að bisa við að opna tóman peningakassa. Ég glotti í lauini. — 'Það gerir mann kald- hæðinn að vinna á svona skrifstofu í 20 ár. ip. M U N I N N 9

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.