Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 15

Muninn - 01.11.1962, Blaðsíða 15
Þó bauð Nestlé okkur í súkkulaðiverksmiðj- una. iÞar fengum við að sjá gang allra þess- ara mála, og þegar leið að lokum, voru borð hlaðin súkkulaði, og við urðum að smakka helzt hverja tegund. Loks vorurn við leystir út með konfektkassa pr. mann. — Ja, hver andsk. . . . — Svo skrapp ég suður til Italíu, rétt til þess að sjá hana. Gisti í Mílano eina nótt. Annars er Mílano með svo miklum nútíma- brag, að það er lítið varið í hana. Nema þá dómkirkjuna. — Já, einmitt, en þú dvaldist eitthvað hjá frændum okkar á Norðurlöndum? — Jú, ég var að kynna mér h'tillega nátt- úrufræðideildir í menntaskólum þeirra. — Var það í Danmörku? — Einnig í Noregi og Svíþjóð. Svíar hafa haft hana lengst, Norðmenn í ein 10 til 20 ár, en í Danmörku hefur verið tilrauna- deild, sem brautskráð hefir tvo árganga af stúdentum. I vetur mun svo koma reglugerð o o um þessa deild. — I hverju er þessi deild fráhrugðin ltin- um? — Hjá Norðmönnum er hún frábrugðin stærðfræðideildinni að því leyti, að franska er minnkuð, stærðfræði minnkuð, en landa- fræði, rtáttúrufræði og kemi aukin. Saga, eðlisfræði, enska og danska eru óbreytt. Helztu einkenni deildarinnar eru þau, að kemi er mikil og náttúrufræðin öll kennd verklega samhliða hóknáminu, og það verk- lega til prófs. — Þeir verða þá að skila „rapportum"? — Já, hér er ég t. d. með Elevpvelser í Biologi frá norskum skólum. Eg geri raun- ar ekki ráð fyrir, að þú herir mikið skyn- hragð á þetta. Ég opna bókina og rekst á æfinguna: Be- fruktning hos sjppiggsvin. Tæki: Redskahs- kasse, Mikroskop, Glasskál með sjpvann, 1 skála 2—3 levende sj0piggsvin. Eg loka bókinni. — Það rná segja að þeir geri mikið að því að rannsaka hlutina. Norðmenn telja t. d., að lágmark tækja sé æfingastofa með 10 til 15 mikroskopum, þ. e. eitt á hvern nem- anda, auk þess tvö fullkomnari fyrir kenn- ara, hitaskápur, kæliskápur, vatnshúr og vermihús, skuggamynda- og kvikmyndavél- ar og vinnuherbergi fyrir kennara, þar sem hann undirbýr æfingar, . . . Ég er orðlaus. . . . auk þess gera þeir mikið að því að fara í leiðangra haust og vor, þá safna þeir ýmsu sem þeir vinna svo úr. — Hvað getur þú sagt mér um möguleika til framhaldsnáms fyrir þessa stúdenta? — Það má sgja, að möguleikar séu þeir sömu og fyrir stúdenta úr stærðfræðideild. Þó þurfa stúdentar, sem ætla í byggingar-, rafmagns- eða vélaverkfræði að taka auka- próf í matematik. — Heldurðu að það sé grundvöllur fvrir slíkri deild hér á landi? — Vafalaust. Það er bara vandamálið með húsnæði og kennara eins og alltaf. Klukkan í stofunni er búin að slá oft. Steindór er búinn að kveikja á lampanum fyrir nokkru. Ég man nú eftir, að ég er M U N I N N 5

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.