Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 5

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 5
A meðan vindillinn brennur — Gjörið svo vel að ganga upp til hans. Dóttir Brynjólfs vísar okkur upp stigann. Við skynjum brátt gamalkunnan anda læri- föðurins. A veggjunum hanga myndir eftir Kjarval og Sigurð Sigurðsson, Örlyg o. fl. Brynjólfur kemur á móti okkur og heilsar með handabandi, brosandi og innvirðulega, og býður til stofu. — Ég hef nú raunar ekkert að segja, en það segja nú líklega allir við blaðamenn. Brynjólfur hagræðir sér í sófanum. Á borð- inu er stórt gullið skrín. „Brynjólfur Sveins- son“ er grafið skýrurn stöfum á lokið. Eig- andinn teygir höndina í skrínið, dregur það- an stóran Havanavindil og kveikir í. — Er ekki bezt að byrja á þessu klassiska, hvar fæddur og hvenær? — Ja, það er nú langa nót að draga, ef ég á að rekja ævisöguna alla. Annars er ég fæddur árið 1898 að Ásgeirsbrekku í Við- víkursveit, en fluttist sex ára garnall að Ríp í Hegranesi. 'Þar átti ég bernskuárin í und- ursamlega fögru og söguríku umhverfi. Þar bjuggu álfar í klöppum, nykrar í vötnum, og viðsjárverð álög vöktu yfir ýmsum stöð- um. En þetta voru aðeins skemmtileg og hrollvekjandi ævintýr. Ég varð aldrei neinna undra var. Síðan trúi ég' varlesra öllum kynjasögum. Foreldrar mínir voru af borgfirzkum og eyfirzkum ætturn. — Hvað um skólagöngu? — Auðvitað langaði mig í skóla eins og alla aðra unga menn á þeim tímum. Ég var hálft í hvoru að hugsa um að fara í Mennta- skólann í Reykjavík, en þá kom stríðið, og því fylgdi mikil dýrtíð. Ég minnist þess til dæmis, að faðir minn sagði við mig eitt sinn sumarið 1915, að dvöl í Reykjavík kost- aði orðið 5 kr. á dag. Það var svo dýrt, að ég lét mér ekki einu sinni detta í hug að fara. — En svo komstu hingað. — Já. Það var raunar fyrir hreinustu til- viljun. Tryði ég á örlög, nrundi ég segja, að það hefði verið fyrir tilverknað þeirra. Ég sótti um skólavist á Hvanneyri haustið 1918 og ætlaði mér að verða bóndi. Ég gat ekki fengið skólavist þann vetur, en átti að ganga fyrir næsta ár. En þegar ég fór að at- huga um það, áður en ég færi, þá hafði um- sókn mín gleymzt. Svo sótti ég líka um Sanr- vinnuskólann, sem þá var nýstofnaður, en þar endurtók sig eiginlega sama sagan. Þá varð úr, að faðir minn hringdi í Stefán Stefánsson, skólameistara Gagnfræðaskólans á Akureyri, og Jrar fékk ég svo skólavist. Annars var ég vonlítill um, að mér tækist að komast inn í skólann, ég Jrurfti að taka inntökupróf og var illa undirbúinn, las ís- landssögu í einn dag, eftir að ég kom hing- að til Akureyrar, en að öðru leyti ekkert. Svo þegar til kom, var Jretta undarlega auð- velt. — Hvað voru nrargir nemendur í skólan- um þá? — Við vorum 114, þar af 45 í heinravist. — Var nokkurt kvenfólk í vistinni? — 'Það voru svona tvær til þrjár stelpur þarna innan um okkur, en það fór allt vel fram. Nú leikur tvírætt bros um varir hans. — Reyndar varð nú ein þeirra síðar kon- an mín. — Var þá ekkert byrjað á milli ykkar strax í skóla? — Hvernig ætti ég að muna það? Það er svo óralangt síðan. — Hvernig gekk annars að halda uppi aga á vistunum? — Ágætlega. Einn veturinn veiktist Stef- án Stefánsson, skólameistari, og fór utan, og má segja, að lítið sem ekkert eftirlit væri haft með vistunum, en þó var ágætur hernill MUNINN 29

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.