Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 11

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 11
Eg kom til að kveðja Ég er að fara. Ég kom bara til að kveðja, og það er ekki lengi verið að kveðja. En það getnr stundum verið erfitt. Stundum getur það verið mjög erfitt. I>að er annars skrítið, að fólk skuli vera að kveðjast. Af hverju ekki bara fara. Segja ekkert. Öll eig- um við minninguna eftir, þótt við skilj- umst. Með því að kveðjast er eins og \ ið viljum safna henni saman í lítinn böggul, einn lítinn böggul og hnýta utan um í sam- einingu. Við ráðum sjálf með hverju við hnýturn. Bandið er kveðjan. Við getum not- að rauðan silkiborða og bundið með slaufu. Við ráðum líka, hvar við geymum böggul- inn. Við geturn geymt hann í efstu komm- óðuskúffunni, þar sem fljótlegt er að grípa til hans. Hann getum við tekið fram, þegar okkur langar til, leyst slaufuna og skoðað innihaldið. Skoðað jrað hægt, gætilega, eins lengi og við viljum. Það er svo gaman að eiga svona böggla, safn af bögglum. Svo vefjum við utan um þá aftur og hnýtum slaufuna. Kannski lenda þeir svo niður á botn, undir alls konar rusl, þar senr við sjáum þá aldrei og gleymum þeim. Kannski rekumst við svo á jrá seinna, þegar við erum að leita að einhverju öðru. iÞá verðum við glöð og segjum við kunningjana: „Held- urðu að ég hafi ekki rekist á minningar- böggulinn hans S. S. um daginn, þegar ég var að taka til í skúffunum." Já, Jrað er ganr- an að eiga svona böggla. En okkur langar ekki til að eiga alla um punktum, skella niður byssunni og bera höndina upp að húfuskyggninu. En einhverntíma verðum við allir dauðir og kista óþekkta hermannsins duft eitt og aska. R. böggla. Sumir eru leiðinlegir, og okkur langar ekkert til að skoða ]rá. Sumir geta jafnvel valdið sorg, eftirsjá, þrá, löngun. Það versta er, að við getum ekki losað okk- ur við jrá. \7ið getum vafið þá inn í nrask- ínupappír, hnýtt utan unr nreð seglgarni og grafið jrá eins djúpt niður og við viljunr, en við getunr aldrei losnað við ]rá. Við get- unr ekki selt þá. Við getunr ekki gefið þá. Þeir tilheyra okkur. Alltaf. Ég konr til að kveðja. Nti er konrið að okkur að velja bandið. Böggullinn okkar verður ekki stór, og hann verður ekki fjöl- breyttur að efni. En það verður dásamlegt að eiga hann og geta skoðað hann. En samt, sanrt verðnr það kvöl. Nú fer ég, af því að ég verð að fara. Segðu ekkert. Ég veit hvernig við viljum hafa bandið. Kannski leysunr við það einhvern- tínra seinna og bætunr við böggulinn. Kannski. Bera. Eiríkur Þomróðsson: iÞað er ekkert fjör í dansinum 17. júní. nenra annaðhvort Guð- nrundur Karl eða Sigurður heitinn á Foss- hóli séu nreð. Saga í 5.s.: Aðalsteinn: Meðalhauskúpu- stærð nútínra Evrópumanns er 1500 cubic- metrar. Saga, 5.S.: Aðalsteinn: Hættu nú Gyðingar að tala, þegar þeir týndu niður Hebresk- unni. Latína 6.m.: Jón A.: Athugið þennan stíl vel. Hann er býsna vel heppnaður frá minni hendi. MUNINN 35

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.