Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 20

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 20
Skrif frá skozkri grundu Edinborg, 15. nóv. (Einn af góðvinum Munins, Leó Kristjánsson, stundar nú nám í Edinborg. Svo talaðist til milli ritnefndar og hans, að hann segði lesendum eitthvað af högum sínum þar ytra. Við birtum nú kafla úr bréfi Leós til ritnefndar og vonum að ykkur þyki nokkur fengur í.) Eftir því sem ég kemst næst, hófum við ellefu íslendingar nám hér í borg í haust, í háskólan- um, verkfræðiskólanum og listaskólanum, en þrjú eða fjögur voru fyrir. í Glasgow eru fimm stúdentar og í St. Andrews einn. Háskólinn er gömul og stór stofnun, sem er dreifð víðsvegar um borgina. Nú eru við nám í honum um 7700 stúdentar, þar af nálægt tíundi hluti útlendingar. Hann er talinn einn af beztu háskólum heims hvað læknisfræði snertir, og í haust sóttu 1700 manns um 150 pláss í þeirri grein. Háskólinn þykir einnig standa framar- lega í skógyrkjufræði (forestry). Aðrar grein- ar eru svona upp og ofan, því hér vill brenna við eins og víðar, að iðnaðurinn kaupi upp fær- ustu vísindamennina.. Edinborg er stór og gömul borg, og yfirleitt talin falleg. Fyrir íslendinga er þó ýmsu ábóta- vant. Húsin, a. m. k. í eldri hluta borgarinnar, eru harla Ijót, stór og klossuð múrsteinshús, svört af áratuga sót„úrfellingum“ úr reykský- inu, sem alltaf liggur hér yfir, og útsýni er næsta fábrotið, liggur við, að maður fari jafnvel að óska sér viss sunnlenzks fjóshaugs (Esju) hingað. Ýmislegt nýstárlegt ber fyrir augu, þegar maður kemur á erlenda grund. Ég á ekki við, að Skotar séu nízkari en aðrir menn, (það er hin mesta firra), heldur er ég nú farinn að skilja, hversvegna íslenzkt kvenfólk er talið laglegt og vel klætt og hversvegna íslenzkur matur þykir hollur og góður. Mikið sakna ég gömlu-konunnar-sem-dó og járnbrautarslysanna úr heimavistinni! Maður hafði heyrt, að stétta- skipting væri talsverð í Bretlandi, og er eitthvað til í því. En aðal-sérréttindastéttin eru þó óþarfa- hundarnir og kjölturakkarnir, sem eru mjög fjöl„mennir“ hér. Það getur t. d. kostað allt að 1200 krónum að kasta rusli á göturnar, en hund- arnir mega gera stykki sín, hvar sem þeim þókn- ast, jafnvel inni í búðum. Heyrt hafði ég líka kvartað um kulda innanhúss, og staðfestist það hér með. Miðstöðvarhitun er lítt þekkt, heldur er arinn (stundum þó rafmagnsarinn með plast- kolum og rauðri peru) í öðru hverju herbergi, og til að bæta þá upp eru alls konar fiff, svo sem rafmagnshitateppi, rafmagnskoddar og nýjasta- nýtt-rafmagnsnærbuxur! En svo ég komi aftur að háskólanum, þá virð- ist mér, að við norðanmenn hér höfum ágæta undirstöðu í eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði, jafnvel svo, að maður getur tæpast talið sig hafa lært neitt nýtt ennþá í sumu. Hins vegar hefur það reynzt okkur ýmsum vandkvæðum bundið að skilja hversdagstalmál og að gera okkur skiljanlega. Fór t. d. kynning, sem stóð í marga daga í haust, á háskólanum og borginni, að mestu leyti fyrir ofan garð og neðan hjá manni. Sunnanmenn hafa staðið sig mun betur í þess- um efnum. Virðist mér því, að meira þyrfti að lesa af nútíma- og tæknibókmenntum í stærð- fræðideildinni, og muna þyrfti um leið eftir því, að maður lærir ekki að tala framandi mál með augunum og eyrunum. Félagslíf er afar mikið hér í háskólanum, svo jafnvel fer út í öfgar með sumt, og er kvenfólk þar áberandi í fremstu víglínunum. Vikublað er gefið út, 8 síður, mestmegnis hasarkenndar fréttir og slúðursögur úr skólalífinu, ásamt kvörtunum yfir allsherjar sinnuleysi stúdenta og leiðréttingum á vitleysunum í síðasta tölu- blaði. Það er ekki mjög dýrt að lifa hér, matur og húsnæði ca. 2500 kr. á mánuði. Yfirfærslan er samt langt frá því að duga fram að jólum, því að helmingurinn af henni fór í skólagjöld. En það eru ýmsar aðferðir við að di-ýgja hana... . '44 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.