Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 24

Muninn - 01.12.1962, Blaðsíða 24
50 m bringusund: 1. Kristján Ólafsson VI. 36,5 sek. 2. Óli Jóhannsson IV. 38,3 sek. 3. Þórarinn Þórarinsson IV. 39,7 sek. 100 m bringusund: 1. Kristján Ólafsson VI. 1:22,0 mín. 2. Sigurður H. Benjamínsson VI. 1:36,9 mín. 50 m baksund: 1. Óli Jóhannsson IV. 42,8 sek. 2. Svanur Eiríksson VI. 43,6 sek. 3. Ingi Björnsson III. 45,9 sek. 50 m skriðsund: 1.— 2. Sigurjón H. Ólafsson VI. 30,6 sek. 1.— 2. Óli Jóhannsson IV. 30,6 sek. 3. Geir Friðgeirsson Lpr. 31,9 sek. Sigurjón og Óli syntu ekki í sama riðli. 50 m bringusund kvenna: 1. Hlín Daníelsdóttir V. 46,3 sek. 2.— 3. Anna S. Árnadóttir III. 53,6 sek. 2.— 3. Jóhanna Hjörleifsdóttir III. 53,6 sek. 4x25 m boðsund kvenna: 1. Sveit V. bekkjar 1:23,2 mín. 2. Sveit III. bekkjar 8x50 m boðsund karla: 1:42,4 mín. 1. Sveit VI. bekkjar 4:44,6 mín. 2. Sveit IV. bekkjar 4:52,8 mín. Stigakeppni milli bekkja fór bekkur sigraði, hlaut 26 stig. Annars urðu úrslit þessi: þannig að VI. 1 VI. bekkur 26 stig. 2. IV. bekkur 17 stig. 3. III. bekkur 13 stig. 4. V. bekkur 10 stig. 5. Miðskóladeild 2 stig. ÝMISLEGT. Knattspyrnumóti í. M. A. er, þegar þetta er ritað, enn ekki lokið, en því varð að fresta vegna ótíðar. Eftir eru aðeins tveir leikir, og verða þeir væntanleg leiknir við fyrsta tækifæri. Stað- an í mótinu er þannig, að tveir bekkir eru enn taplausir, og eru það sjötti og fjórði. Sú breyting verður á í vetur, hvað snertir kvöldtímana í leikfimihúsinu, að engir bekkjar- tímar verða á kvöldin, heldur verður þeim ein- ungis skipt milli hinna ýmsu íþróttagreina. Var þessi breyting orðin mjög æskileg. HANDKNATTLEIKUR. Um kvöldið 13. nóvember var haldið hraðmót í handknattleik innan skólans. Mótið var í alla staði hið skemmtilegasta og boðar góðan vetur á sviði handknattleiksins. í sumum leikjunum fengust ekki úrslit fyrr en á síðustu mínútun- um. Að lokum kepptu til úrslita fimmti bekkur og sjötti. Eftir spennandi leik stóðu leikar jafn- ir, 9 mörk gegn 9. Sömdu þá báðir aðilar um að láta jafnteflið nægja, en það þótti sumum súrt í broti, sérstaklega áhorfendum. Sunnudaginn 18. nóv. komu þrír útsendarar frá K. A. og skoruðu á skólaliðið til keppni í handknattleik samdægurs. Áskoruninni var tek- ið og leikið þá um kvöldið. Leiknum lauk með sigri K. A., 31:24, eftir nokkuð jafnan og góðan leik. Það háði skólamönnum, að þeir höfðu engan mann til skipta, og úthaldið ekki upp á marga fiska svo snemma vetrar. Hyggj a skólamenn á hefndir seinna í vetur. KÖRFUKN ATTLEIKUR. Hraðmót í körfuknattleik var haldið snemma í vetur, og tóku fimm lið þátt í mótinu. Ekki var keppni beint spennandi fyrr en í úrslita- lenknum, sem fram fór milli sjötta og fjórða bekkjar. Lauk honum með sigri fjórða, 15 stig gegn 14, en sjöttubekkingar áttu alls fjögur tækifæri í síðustu mínútunni til að jafna metin. í tilefni af komu Samvinnuskólans fór fram keppni í körfuknattleik milli skólanna, sem lauk með verðskulduðum sigri Samvinnumanna eftir yfirburði í fyrri hálfleik. I. V. Brynjólfur: Það er ekki hægt að eiga vin- gott við stærðfræðina eina nótt eins og mellu í stórborg. 48 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.