Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 3

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 3
B L A Ð M A K U R E Y R I m u n i n n ENNTASKÓLANS Á marz MCMLXIII 3. tölublað er með húfur út vér rólum Á SÍÐUSTU TÍMUM hefur þekkingarsvið mannkynsins vaxið með ægi- hraða, svo að hver einstaklingur nær aldrei lengra en að þekkja aðeins brot af því af eigin raun. En til þess að mannkynið fái tileinkað sér alla þessa þekkingu og selt hana í hendur komandi kynslóðum, hefur verka- skipting smárn saman verið aukin til að leysa vandann. Ósköp einföld og góð lausn. Eina hættu hefur hún þó í för með sér. Einhliða lærdómur og þröngt verksvið leiðir beint til þröngsýni, og þröngsýni er vatn á myllu eigingirni og þjóðfélagslegrar sundrungar. Eröngsýnir menn hvorki skilja hvern annan né virða hvern annan. Þessir menn, sem ekki sjá út fyrir sitt verksvið, eru stundum nefndir „fagidíótar“, og þykir það lítið hrósyrði. En til þess að koma í veg fyrir óæskilega fjölgun þessarar manngerðar, ríður okkur á að sjá sem flestunr fyrir sem mestri ahnennri þekkingu, reyna að eignast sem flesta menntaða menn. Við, sem gengið höfum gegnum svokallaða menntaskóla, teljum okkur tmðvitað eiga fulla heimtingu á að kallast menntaðir, enda rökrétt. Fátækir og smáir í andanum komum við hér á sínum tíma, en göngum svo út með hvíta kolla á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, miklir karlar og menntaðir og þykjumst vel að því komnir að gera okkur glaðan dag. Kunnum við kannski ekki feiknin öll af latneskum sagnbeygingum og enskum orðtökum eða, sem ekki er verra, stærðfræðilegum sönnunum og efnafræðiformúlum? Raunar erum við ekki enn byrjaðir að hagnýta okkur þessi fræði, en það er nú sjálfsagt minnstur vandinn, og trúlega gefast næg tækifæri til að koma slíkunr vísdómi í lóg. Sannarlega erum við geymslustaðir fyrir margskonar fróðleik, misjafn- lega mikinn að vísu, en einkunnirnar eru nú allténd einskonar efnisyfir- lit, þar sem gerð er grein fyrir, við hverju má búast af hverjum og einum. Minnir þetta ekki svolítið á bókasafn, þar sem bindunum er raðað í flokka eftir efni, en nákvæma skrá vantar? Kannski dettur einhverjum í hug, að bókasöfn væru næsta lítils virði, ef ekki væru fyrir hendi hæfir menn til að hagnýta sér þau. Eins er ekki nóg að vera aðeins geymslustaður fyrir orð og ártöl, það þarf líka yfirsýn og andlegt jafnvægi til að hagnýta þekk- inguna, og við þurfum að hugleiða stöðu okkar bæði sem mannfélagsein- ingar og sem einstaklingar, svo við vitum, hvert við viljum stefna. í nútímaþjóðfélagi hlýtur hinn lærði maður að vera leiðandi afl. Hversu miklu máli skiptir þá ekki, að hinir lærðu menn séu jafnframt menntaðir

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.