Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 4

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 4
menn, sem sjá heildina og skilja þarfir hennar, en ekki sokknir upp fyrir augu og eyru í sérfræði sína og starf. En hvernig skyldi hugsunarhátturinn vera meðal hinna tilvonandi lærðu manna á íslandi, og með hvaða hugar- fari skyldu þeir fara í menntaskóla? Til þess að vita meira í dag en í gær, þroskast og verða að betri mönnum? Eða bara til að verða læknar, lögfræð- ingar, verkfræðingar o. s. frv., svo að þeir geti hirt aurana sína í fylling tím- ans og þá sem flesta auðvitað? Svo telja þeir sig vera búna að gera skyldu sína við skólann og samfélagið, þegar texti morgundagsins hefur verið les- inn, þá er hægt að slappa af og fara í bíó og horfa á djerrí lúis eða niður á Hótel Akureyri og hlusta á nýjasta lagið hans tsjobbí tsjekker í glymmanum. Nei, svona billega sleppum við ekki. Menntaður maður verður enginn af því einu að setjast í skóla og læra þar utan að þurrar staðreyndir til prófs og gleyma svo öllu sem fljótast á eftir. Það er löngu kominn tími til að nemendur þessa skóla og annarra hlið- stæðra stofnana geri sér almennt ljóst, að menntamaður hugsar, og eigi hann að uppfylla skyldur sínar við sjálfan sig og samfélagið, kemst hann ekki lijá þvi. Þegar snöggar þjóðfélagsbreytingar eiga sér stað, virðist stundum svo sem þær leiði til ákafs flótta frá öllu hinu gamla, nýjar öfgar leysa hinar gömlu af hólmi. Hvað hefur ekki gerzt hér? Öldum saman bjó hér fátækt fólk, sem hrundi annað slagið niður úr hungri og plágum. En mitt í þessari eymd blómstraði liér mesta alþýðumenning Evrópu þeirra tíma. Nú er taflstaðan breytt. Nýjar leiðir hafa opnazt til að njóta efnislegs munaðar. Nú sveltur hinn innri maður og gleymist í kapphlaupinu um efnisleg verðmæti. Islenzk- ur almenningur er að vísu farinn að þvo sér, en léleg tímarit og óskalaga- þættir og önnur slík fyrirbrigði eru á góðum vegi með að dusta af honum allan kúltúr. Hann á ekki lengur andlega reisn og sjálfstæða hugsun, heldur skín af honum lágkúran og múgmennskan. En við hverju er hægt að búast í þjóðfélagi, sem aðhyllist leikreglur hins óupplýsta peningaveldis, þar sem kaupmennska og krónuveiðar eru hafin upp til skýjanna, þessi viðurstyggilegi þríleikur hæfileika, eigingirni og mannfyrirlitningar? Hvernig verða þegnar þess þjóðfélags, sem hefur gróða- hyggjuna að hreyfiafli? Er nokkur furða, þótt kyrkingur komi í menning- una? Svo rekur fólk upp stór augu, þegar sérfræðingar flytjast úr landi, þangað sem kjörin eru betri. Hver talar af alvöru urn þegnskap og heilbrigð- an starfsáhuga í peningaþjóðfélagi? Aðeins lýðskrumarar og þeir, sem Mammon hefur enn eigi sigrað og sjá ekki eða vilja ekki sjá daglega sigur- göngu iians. Hvern er hægt að áfellast fyrir að vilja vera með? Gróðahyggj- an verður ekki upprætt, fyrr en við hættum að hlýða leikreglum peninga- valdsins og þjónustan við manninn og menninguna verður hærra metin en þjónustan við auðinn. Við höfum alið nöðrur við brjóst okkar, þar sem eru peningavaldið og gróðahyggjan. Viðkoma þeirra hefur aukizt ár frá ári og hefur aldrei verið meiri en nú. Völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu liafa líka aukizt í samræmi við þetta, enda er nú svo komið, að flestir hlutir snúast orðið um peninga. 56 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.