Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 6

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 6
Leiklistin íM.A. jÞEGAR frá barnæsku finna rnenn hjá sér hvöt til þess að líkja eftir því, sem þeir sjá og heyra, enað þessu leyti er maðurinn ólík- ur öðrum lifandi verum, því hann hefur meiri hæfileika á þessu sviði, og það fyrsta, sem hann lærir gerist einmitt þannig, að hann líkir eftir.“ Sv'o mælir hinn vísi Aristoteles. Þessi orð eru mér rík í huga, eftir að hafa séð þessa sýningu L.M.A. Þurfum við að efast um réttmæti þessa orðskviðar, sjáum við liann ekki sannast allt í kringum okkur í hinu daglega lífi? Strákarnir leika kúasmala (cowboys) og indíána, unglingarnir stæla marlon hrando og önnur göfugmenni, smáar stúlkur í mömmuleik. Og grund- vallast ekki menning okkar á þessum hæfi- leika? Enginn fæðist sem menntaður mað- ur í þennan heim. Hver einstaklingur verður að nema menn- inguna á ný, því forfeðurnir arfleiða okk- ur ekki að menningunni sem slíkri, heldur hæfileikunum til þess að aðlagast því, sem fyrir hendi er, þegar við fæðumst í heim- inn. Maðurinn er því ekki frjáls í vissum skilningi, hann er ofurseldur Jreim aðstæð- um sem hann lifir undir. Hvernig fer Jrá maðurinn að því að laga sig eftir þessum aðstæðum? Hann líkir eftir Jrví, sem hann sér og heyrir. Hefir þá ekki Shakespeare höndlað og mótað sannleikann snilldarlega, þegar hann segir í As you like it: All the world’s a stage And all the men and women merely players. Aldrei verður of mikil áherzla lögð á mikilvægi leiklistarinnar í Jrví lífsins drama, sem við öll tökum þátt í. í hverju er Jrá þetta mikilvægi leiklistar- innar fólgið? Er leikritið, sem við sjáum, aðeins ein hlið af hundrað til þess að drepa tímann og hlæja dálítið, eða verðum við fyrir andlegri reynslu, sem markar lífsvið- horf okkar um óákveðinn tíma? Þessu svara menn þannig, að Jrað fari auðvitað eftir leikritinu, sem sýnt er hverju sinni. En hvar er Jjá þessi mismunur fólginn? Þessari mikilvægu spurningu hefur aldrei og mun aldrei verða fullsvarað, Jrví Jrau áhrif, sem menn verða fyrir á leiksýningum, eru al- gjörlega einstaklingsbundin, það gefst eng- in regla, sem segir, hvaða leikrit séu góð og hver ekki, en þó skiptast þau, að mínum dómi, í tvo gjörólíka flokka. í fyrsta flokki: Jrau, sem fá menn eða neyða til þess að hugsa. Leikrit, sem boða ákveðna skoðun. Leikrit, sem sýna okkur aðrar hliðar á líf- inu en hinn þröngi, persónulegi sjóndeild- arluingur getur veitt okkur. Leikrit, sem sýnir okkur lífið eins og það raunverulega er, en vel á minnst, til þess að ná því tak- marki ]>arf höfundurinn iðulega að dýpkva persónurnar. Jimmy Porter í Look Back In Anger er tákn heillar kynslóðar. Kynslóðar, sem fékk trúleysi og atómvopn í vöggu- gjöf, kynslóðar, sem lítið finnst í það var- ið að túlka útlifaða danska greifa á leik- sviði. Nú skyldu menn þó ekki ætla að öll leik- rit í þessum flokki séu svo háfleyg, að menn sætu stífir af menningu frá 9 til 11 e. h., Jrvert á móti, í þessum flokki finnast ádeilu- gamaleikir, sem taka vandamálin til með- ferðar undir mottoinu: öllu gamni fylgir nokkur alvara, eða öllu réttara, allri alvöru fylgir gaman nokkuð. Ef til vill nær leikrit- un hámarki, þegar þetta tvennt, gaman og alvara, er sameinað. í fyrsta flokki má því segja að séu Jrau leikrit, sem krefjast hugsunar og skilja eftir varanleg áhrif. í öðrum flokki eru þau, sem ekki skilja 58 MI.'NINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.