Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 7

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 7
annað eftir en kjálkaþreytu og spurning- una: að hverju var ég eiginlega að hlæja? Tóm leikrit, sem á fræðimáli eru kölluð farsar. En því miður er það þessi tegund leikrita, sem hvað bezt eru sótt af öllum almenningi. Ég er alls ekki á móti góðum hlátri, hann er sagður lengja lífið, en að dýrka Thalíu fyrir hláturssakir einar, er að mínu áliti glæpur og svik gagnvart gyðj- unni. Snúum okkur þá að verkefni L. M. A. í ár. Ætla mætti, ef litið er á nafn fyrirtæk- isins, i. e. Leikfélag Menntaskólans á Akur- eyri, að hér væri á ferðinni menningarvið- burður, að „rjómi“ íslenzkrar æsku og nem- ar við skóla, sem kennir sig við menntir, bæru á borð fyrir leikhúsgesti eitthvert það verk, sem til menntunar og göfgi mætti leiða. En það er öðru nær. Sannleikurinn er sá, að flest verkefni L. M. A. hafa verið hreinræktaðir farsar og sízt til menntunar fallnir, sem þó hlýtur að teljast eitt aðal- hlutverk leiklistarinnar (með undantekn- ingum þó, sbr. Eftirlitsmanninn eftir Go- gol). Eða að hvaða marki stefna þeir for- ráðamenn L. M. A. með starfsemi sinni, og hvernig eru verkefni valin? Eins og áður hefur verið minnzt á, er ekki allt fengið með hlátrinum — eða hvað? I3að skyldi þó ekki vera gróðahyggjan, sem ræð- ur ríkjum í L. M. A.? Einhver regla virðist þó ráða í verkefnavali, t. d. virðist vera and- legur skyldleiki með því, sem leikið var í fyrra og því í ár. í fyrra var unt að ræða ó- gifta móður, sem gjarnan vildi giftast og hafði úr þrem karlmönnum að velja. Nú í ár ein kona gift tveimur mönnum í einu. En mér er spurn: Hvar endar þetta? Enginn bjóst við því í alvöru, að L. M. A. setti upp verk eftir Brecht eða Ionesco, en ég efast um, að ekki hefði mátt færa upp betra leikrit en Trial and Error eftir Ken- neth Horne, með svipuðum tilkostnaði og fyrirhöfn. Af þeim leikritum, sem L. M. A. hefur sýnt nú seinni árin, tekur þetta á- reiðanlega öllum fram, hvað vitleysu snert- MUNINN 59

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.