Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 13

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 13
Eg sleit þann fjötur Henni þótti vænt um mig, en ég sveik hana. Hún treysti mér, en ég brást trausti hennar. Sennilega hefur mér aldrei þótt eins vænt um neitt eins og hana. Og hún elskaði mig. Ast hennar var hrein og ein- læg, og ég var ósjálfbjarga gagnvart henni. Ég fann, að ég verðskuldaði ekki jnessa ást og þetta traust. Mig langaði til að særa liana. Sjá hana reiðast, sjá hana gráta og segja, að ég væri óþokki. Hún var svo sak- laus. Hún gaf mér allt. Af hverju einmitt mér? Af hverju ekki einhverjum öðrum? Af hverju mér, sem ekki kann að fara með verðmæti? Af hverju mér, sem svívirði allt, sem mér er heilagt? Hvað gaf ég í staðinn? Ekkert. Ég var ræfill, þegar ég liitti hana. Hún var svo góð. Hún sagðist ætla að hjálpa mér. Nú er ég ennþá meiri ræfill, af því að ég brást trausti þess eina, sem treysti mér. Hún hafði samúð fólksins. Það talaði við hana og reyndi að koma vitinu fyrir hana. „Sérðu ekki, að þetta er ræfill?“ iÞað vildi henni vel. Hún hefði átt að trúa því. En hún treysti mér. Hún var stolt, og hún bak- aði sér óvild fólksins. Hvað kom henni við, hvað fólkið sagði. Einhvern tíma gæti hún sýnt því, að hún hefði haft á réttu að standa. Og núna? Hefur hún mikla ástæðu til að vera stolt? Nei, litla stúlkan mín hefur tap- að. Hún fær aftur samúð fólksins. Það vor- kennir henni og segir: „Þér var nær,“ það er erfitt að vera stoltur og láta vorkenna sér. Litla stúlkan mín hefur tapað. Og hún verður að þola samúð fólksins. Það var mér að kenna. Hvernig gat ég gert henni þetta, einu verunni, sem mér þótti vænt um? Hún var svo góð og svo fullkomin. Þess vegna gerði ég þetta. Ég gat ekki þolað, að hún væri góð, því ég verð að svívirða allt, sem mér er heilagt. Ég gat ekki þolað, að hún væri fullkomin, þess vegna vildi ég særa hana, svo hún gréti, og gera hana reiða, svo hún skammaði mig. Ég vildi geta fyrirlitið hana. En hún elskaði mig. Ast henar var hrein. Hrein og einlæg. Hún umkringdi mig á alla vegu. Lokaði mig inni. Breytti mér. Ég var ekki lengur ég sjálfur. Ég var eitt- hvað allt annað. Eitthvað gott skapað af ast. Mér fannst ég vera að kafna. Ég vildi vera ég sjálfur. Og hvað var ég svo? Ræfill. Ég man kvöldið, sem ég sveik hana, kvöldið, sem ég brást trausti hennar. Hún skildi mig, og hún vorkenndi mér. Ég vildi að hún hefði ekki skilið mig. „Ef þér finnst ástin vera þér fjötur, þá slíttu fjöturinn." Og ég sleit hann. Samt er ég í fjötrum. Þá fjötra get ég ekki slitið. Maðurinn er alltaf í fjötrum. Ég sleit þann, sem var mýkstur og beztur, þann sem særði mig ekki. Hin- ir eru harðir og þröngir og nístast inn i holdið. Ég man þetta kvöld. Hún reiddist ekki. Nei, hún horfði á mig með þessum stóru bláu augum. Og meðan hún horfði, fyllt- ust þau hægt af tárum. Hún sagði ekkert, bara horfði með þessum augum, þangað til litur þeirra var orðinn dimmblár, þá sneri hún sér við og fór. Fór án Jiess að segja nokkuð. Ég vissi af hverju hún fór. Ég vissi, að þegar augu eru orðin dimmblá, rúma þau ekki lengur tárin. Þess vegna fór hún. Hún vildi ekki láta mig sjá sig gráta. Ég er fjötraður og get ekki grátið. Ef ég gréti, myndu fjötrarnir bresta. Hún fór, af því ég vildi vera ég sjálfur. Vera ræfill. Það væri gott að geta grátið. Bera. MUNINN 65

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.