Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 15

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 15
ÞOKA Þoka í dalnum, drúpa blóm dumbrauðu höfði. Fjarlægur kliður fuglanna horfnu í fjarskanum ómar, árniður hljómar til þín, tregablandinn. Þig dreymir í lyngvöxnum ási, létt líður golan um hæðir og dali. Hún strýkur um vanga, hvíslar: Hvar hvílist þú, vinur, í óminnissvefni? Skjálfa þar greinar í grátandi lind gulnuð og föl hníga laufin til jarðar. Þokunni léttir, allt er sem áður, aðeins þú hefur breytzt. Nafn hinnar náköldu nepju örmum þig vefur. Hverf burt, til að sofna við vængjasúg, sorgum gleyma í næturfaðmi. Utan úr mistrinu mansöngur berst, moldin ilmar, sól rís að nýju. G. St. 13. JANÚAR Tvö andlit stara á mynd af Akureyri frá 1930. Tveir hljóðir svipir. Tvær sígarettuglóðir. Andvarp. Þögn. Kyrrð. Nótt. Lúpus. MUNINN' 67

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.