Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 16

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 16
Annáll skólans Hér hefst annáll yfir nóvember, desern- ber og janúar. Hið fyrsta, er merkilegt má telja í nóv- ember, var, að 5. nóvember tóku menn sig saman og sungu mánaðarfrí. Var þegar hringt á Sal og samþykkt að hafa það dag- inn eftir. 10. nóvember urðu sportistar helteknir af íþróttaþrá og héldu sundmót. VI. bekk- ur vann mótið með yfirburðum. Herra biskup, Sigurbjörn Einarsson kom á Sal 12. nóvember og flutti erindi um trú- mál. Erindið var mjög gott, og er ekki laust við, að menn hafi glúpnað undir þeim lestri. Skömrnu síðar, eða 13. nóv., var gerð til- raun til að endurreisa R. M. A., og er ekki annað séð en sú tilraun hafi tekizt giftu- samlega. Formaður er Guðjón Samúelsson, aðrir í stjórn eru Þráinn Þorvaldsson, Ing- var Árnason, Þormóður Svavarsson og Jón Hafsteinn Jónsson. Nú víkur sögunni yfir í setustofuna. Lofs- vert framtak var unnið, þegar hafin var þar sala á ýmsum nauðsynjavörum svo sem stíla- bókum o. fl. Formaður setustofunefndar, Þráinn Þorvaldsson, réð þessu, og er ekki á honum að sjá, að hann ætli að láta þar stað- ar numið. Svo bar til þann 20. nóv., að Kristinn Jó- hannesson VI. bekk mb leið í ómegin, er hann sat í náttúrufræði hjá Steindóri Stein- dórssyni. Hvorki Kristni né Steindóri varð meint af. 22. nóvember var tónlistarkynning á Sal. Kynnt voru verk eftir Bach, Bizet og Schu- mann. Þá voru notuð í fyrsta sinni stereo- tæki, sem sett hafa verið upp á Sal. Reynd- ust þau mjög vel. Guðmundur Karl Pétursson kom á Sal hinn 23. nóv. og fræddi nemendur um skóg- rækt af sinni alkunnu snilld. Sama dag var mælskukeppni í setustofunni. Tróðu menn þar upp og fengu að vita umræðuefnið um leið og þeir stigu í pontuna. Varð mikið gaman af. Viðurkenningu fengu Gunnar Stefánsson, Rögnvaldur Hannesson, Krist- inn Jóhannesson og Mikael Mikaelsson. Nýtt félag var stofnað í skólanum 26. nóv. kl. 8.30. Ber það nafnið Skógræktarfélag Menntaskólans á Akureyri. Mun það eiga að annast skógrækt alls konar. í stjórn voru kosin: Magnús Kristinsson formaður, Berg- þóra Gísladóttir, Lára Oddsdóttir, Hjalti Steinþórsson og Ármann Dalmannsson kennari. Á eftir voru sýndar skuggamyndir frá starfsemi Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Söngsalur til að hrista rykið úr hálsun- um fyrir 1. des., var 28. nóv. Árni Kristjáns- son var forsöngvari (með aðstoð Kristins J óh ann esson ar). Hinn 29. nóv. var hringt á Sal öllum að óvörum. Þá var kominn Hákon Bjarnason skógræktarstjóri til að veita mönnum enn meiri fræðslu um skógrækt. Urðu menn mjög fróðir af. Síðan sýndi hann æðri bekkjum skólans skuggamyndir af skóg- ræktinni hér á landi. Jass-kynning var haldin í setustofunni þann sama dag. Hana annaðist Ingimar Ey- dal. 30. nóv. sungu þeir Árni Kristjánsson og Kristinn Jóhannesson enn á Sal. Margir rauluðu með. Að kvöldi sama dags hélt VI. bekkur full- veldishátíð. Fjölmenni var mikið. Hófst há- tíðin í borðsal heimavistarinnar með borð- haldi. Meðan setið var undir borðum, flutti Rögnvaldur Hannesson fullveldisræðu og mæltist vel. Þá flutti Kristinn Jóhannesson frumort fullveldisljóð. Síðan flutti Jón Haf- 68 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.