Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 17

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 17
steinn Jónsson ferðaþátt frá Rússíá og Sví- þjóð. Loks talaði skólameistari og færði bekknum þakkir. Á milli Jress er menn töl- uðu (og átu), var sungið af miklu fjöri. Á eftir var stiginn dans fram eftir nóttu. 6. des. kl. 9.30 síðdegis kom karlakórinn Geysir á Sal. Stjórnandi var Árni Ingimund- arson. Var Jreim mjög vel tekið, og sungu Jreir nokkur aukalög (enda mikið klappað). 7. des. flutti Þórarinn Björnsson skóla- meistari erindi um franska skáldið Rous- sau í setustofunni. Erindið var stórfróðlegt og mjög gott. Málfund hélt Huginn í setustofunni 11. des. Gunnar Stefánsson ræddi þar um vandamál æskunnar. Helzt var að sjá, að menn þyrftu ekki á þeirri fræðslu að halda, því fámenni var geysilegt. IV. bekkur sá að vanda um jólaballið. Var það 17. des. Skreyting var skemmtileg og ballið í alla staði gott, þótt fámennt væri. Eftir ballið fór að bera á mönnum með ein- livers konar blaðsnepla í höndunum. Reyndist þar vera á ferðinni Gambri og þunnur að vanda. Forstöðumaður hans mun vera Haraldur Blöndal. Huginn gekkst fyrir jólavöku í setustof- unni 17. des. Jólahugvekju flutti síra Jón Bjarman, skólakórinn söng, og Kristinn Jó- hannesson skáld og Siguður H. Guðmunds- son lásu upp kvæði. Jólafrí var formlega gefið 19. des., en nokkrir höfðu þó lagt land undir fót áður. Kennsla hófst aftur 7. jan. kl. 8 (að morgni), síðan var söngsalur kl. 10.30 og frí eftir mat. 9. jan. flutti Steindór Steindórsson erindi um gróður landsins. Flutti hann erindi sitt af miklum innblæstri og innlifun, en ekki var hlustað að sama skapi. í þetta sinn var magnarakerfið notað í fyrsta sinn við fyrir- lestur, og var mikill munur Jrar á. Um Jretta leyti hófust æfingar á skóla- leiknum, „Brúðkaup og botulismi" eftir Kenneth Horne. Leikstjóri var Sævar Helgason, efnilegur ungur maður frá Rvík. 11. jan. var kynning á plötum úr safni skólans. Sæmilega sótt. Mánudaginn 21. jan. kom á Sal Benedikt Jakobsson og ræddi um heilsufarið. Kvað hann upp dauðadóm yfir helming skólans. Heyrzt hefur, að óvenju vel hafi verið mætt í leikfimi næstu daga. Er dagur þessi var að kvöldi kominn, var gengið til umræðna um íslenzk stjórnmál í setustofunni. Hug- inn gekkst fyrir þessari samkundu, og höfðu Jreir Arnmundur Backman og Bjarni Sig- tryggsson framsögu. Frekar dauft var, en þó einstöku ljósir punktar. Nemendatónleikar voru haldnir í setu- stofunni 24. jan. Tónleikarnir voru vel sótt- ir og mjög skemmtilegir. Föstudaginn 25. jan. var bókmennta- kynning í setustofunni. Lesið var úr verk- urn Hannesar Péturssonar. Gísli Jónsson og nokkrir nemendur lásu. Úrslitaleikur í blakmóti skólans fór frarn laugardaginn 26. jan. VI bekkur M og V bekkur S kepptu, unnu VI bekkingar. Kristján Olafsson formaður í. M. A. hélt tölu og afhenti sigurvegurunum bikarinn. Sagði hann meðal annars, að 10 ár væru lið- in síðan máladeild hefði unnið bikarinn. Svo var klappað. 28. jan. gekkst Huginn fyrir fundi í setu- stofunni. Ragnar Steinbergsson kennari flutti erindi um fundarreglur og fundar- sköp og Gísli Jónsson um ræðumennsku. Fátt var í fyrstu en loks 50—60 manns. Jóhann Heiðar. LEIÐRÉTTING í síðasta blaði slæddist leið villa inn í „Gamankvæði í gömlum stíl“ eftir — eff. Prentazt hefur í 3. vísu „sitja nú ýmsir öls við þel“, en á að vera „öls við pel“. Ritnefnd biður skáldið velvirðingar og lesendur að breyta þessu í blöðum sínum. muni.nn 69

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.