Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 20

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 20
Hvað finnst þér um nútímaljóðlist á Íslandi? EG HEF heldur lítið álit á íslenzkum nú- tímakveðskap, og tilraunum þeim, er ungu skáldin hafa gert í þá átt að veita nýjum straumum í íslenzka ljóðlist. Frá alda öðli hafa íslenzk skáld ort undir stuðlum og höf- umstöfum, auk ríms. Allar nýjar bók- menntastefnur, sem hingað liafa borizt, hafa mótazt af þeirri reglu, að ljóðstafir séu nauðsynlegir, svo ljóðið kallist ekki leir- burður. Miklu minna máli hefur skipt, að rímað sé, og hafa alltaf einhverjir ort ó- rímað. Nú á síðustu árum hefur mikill fjöldi ungra skálda kvatt sér hljóðs, og ár hvert eru gefnar út miklar bækur með fáum 1 jóð- um. Meirihluti þessara skálda, eins og þau kalla sig, er að vísu stundum orðheppinn, en það nær lítið lengra. Meira þarf til með- al íslendinga til að geta kallazt skáld en annars staðar. Það þarf brageyra. Hér á landi hefur hagmælskan ætíð verið talin til gildis og svo er enn. íslendingar eru einir af fáum, sem enn hafa brageyra, og ef þessi eiginleiki glatast, hefur stórt skarð verið höggvið í íslenzka menningu. Fyrir þann, er brageyra hefur, er lítill vandi að setja ljóðstafi rétt, en sá sem getur það ekki, er ekkert skáld og á ekki að mis- þyrma íslenzkri ljóðlist með „leirburðar- stagli og holtaþokuvæli". Haraldur Blöndal. NÚTÍMAFIST er helzt fólgin í því, sem flestir myndu geta, en fæstir myndu gera. Þetta á einkum við um abstraktlist og atom- kveðskap. Eg verð þó að játa, að þegar ég les atómljóð, getur mér fundizt eitt þeirra betra en annað, en það er nú svo um fleiri hluti, sem ekki eru Jró kallaðir listaverk. Hins vegar hlýtur Jrað alltaf að skoðast list að yrkja rímuð og stuðluð ljóð. Til Jress þarf að vísu vissa gáfu, sem ekki er öllum gefin, en einnig Jrarf skarpa hugsun og næman fegurðarsmekk til Jress að ná langt í þeirri grein. Öðru máli gegnir um atóm- ljóðin. Þau |>ykja því betri sem þau eru tor- skiljanlegri, og Jrá er listin í því fólgin að velja saman þannig orð, að enga meiningu sé hægt að fá út úr samhenginu. Þótt mönn- um gangi erfiðlega nú að skiija ýmsar kenn- ingar fornskáldanna, dettur þó engum í hug að efast um, að Jrau hafi vitað sjálf hvað Jrær þýddu, en }:>að er meira en hægt er að segja um atómskáldin. Eitt hefur Jró atóm- ljóðagerðin fram yfir eldri ljóðagerð. iÞað vill brenna við hjá ýmsum þeim, sem reyna að yrkja rímuð 1 jóð, að stuðlar séu annað hvort of margir, of fáir eða ranglega settir, eða að rímið sé brenglað. Þessi ljóð standa jafnvel að baki atómljóðunum og eru blett- ur á íslenzkri Ijóðagerð. Hins vegar verður aldrei hægt að setja blett á atóml jóðagerð, ekki einu sinni hvítan blett. Pálmi Frímannsson. í ÞJÓÐFÉLAGI NÚTÍMANS eigum við í höggi við vandamál, sem ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í sögunni. Það hlýtur því að liggja í augum uppi, að listamaðurinn, rödd samtíðarinnar, verður að leita nýrra tjáningarleiða til þess að túlka þann tíma, er hann lifir á. En af hverju stafar það djúp, sem virðist vera staðfest milli listamannsins og fólksins í dag? Hér komum við að Jrví viðkvæma efni, íslenzkri alþýðumenningu, en af henni erum við ákaflega stoltir. í dag er hún að 72 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.