Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 21

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 21
BRIDGE TVÍMENNINGSKEPPNI bridgefél. M.A. fór fram í nóvember, og voru spilaðar 3 umferðir. Að þessu sinni tóku 12 pör þátt í keppninni, og er það ekki nema rétt sæmi- leg þátttaka í svo stórum hóp sem þessum. Keppnin var mjög jöfn og spennandi, og að tveim umferðum loknum áttu 6 efstu pör- in öll möguleika á að sigra. Efstir að lokum urðu svo Haraldur og Páll, sem eru ágætis- spilamenn, en nokkuð misjafnir ennþá. í öðru sæti urðu Eiríkur og Magnús, og kom frammistaða þeirra mjög á óvart, þó báðir séu þeir lunknir spilamenn. í 3ja sæti urðu Georg og Ole, en þeir voru efstir eftir 2 umferðir. Annars var röðin á 6 efstu pör- unum eins og hér segir, en til gamans má geta þess, að fimm af þeim eru úr 6. bekk. Haraldur og Páll 404 stig. Eiríkur og Magnús 375 stig. Georg og Ole 360 stig. Björn og Guðmundur 357 stig. Ingimundur og Sigurjón 351 stig. Einar og Ingvar 345 stig. Akureyrarmót 1. flokks fór fram fyrir jólin og tóku tvær sveitir frá M.A. þátt í mótinu, sveitir Guðmundar Björnssonar og Sigurjóns Norbergs. Heldur varð útkoman ömurleg, því sveitirnar deildu með sér 8.— 9. sæti, en flokkurinn með 13 sveitum, ekki mjög sterkur. Þó skal geta þess að M.A.- menn urðu að gefa leiki vegna ýrnissa erfiðleika heima fyrir. Sveitakeppni M.A. verður sennilega haf- in, þegar þetta blað kemur út, og verður sagt frá henni í næsta blaði. G. B. mínu áliti að liverfa með aukinni verka- skiptingu og eðlisbreytingu í þjóðfélaginu. Að lesa íslenzkan nútímaskáldskap krefst staðgóðrar þekkingar á helztu straumum er- lendra bókmennta. Við erurn ekki lengur einangraðir úti á hjara veraldar. Menning okkar fær sífellt á sig alþjóðlegri blæ. Tími rímsins virðist vera liðinn vegna kröfunnar um nýjar tjáningaraðferðir, en þá er ekki þar nreð sagt, að það form eða þau form, sem nú ríkja í skáldskap yngri kynslóðarinnar, muni ríkja um alla framtíð. Við lifum á umbrotatímum, erum enn í deiglunni. Gunnar Rafn. ÍSLENZK NÚTÍMALJÓÐ eru auðvitað upp og niður einsog ljóð allra tíma. Þeim er helzt fundið til foráttu, að skáldin ríma ekki, að skáldin fjarlægjast ænreir hið raun- sanna líf fólksins, að þau eru nefnilega að breytast í huldumenn og fólkið Jress vegna ekki móttækilegt fyrir kveðskapnum. En Jretta er eðlilega hlægileg (eða grátleg) fjar- stæða, hins vegar er fólkið að dragast aftur- úr. Og þegar menn eru að slá um sig með Jrví að ljóð eigi að vera rímuð, eru Jreir ein- úngis að láta blekkjast af óskhyggju. Það getur einginn lifandi maður fært rökaðjrví, að ljóð eigi að vera svona eða svona. Þetta er aðeins tízkufyrirbæri, og einginn veit, hvort rímið verður nokkurntíma notað til ljóða- gerðar aftur. Það hafði áróðursgildi ígamla- daga, en kannske hefur skáldunum leiðzt, að rímið var á góðum vegi með að eyði- leggja málið, að minnsta kosti úreltist það. Og þeir, sem vilja fylgjast með, skulu bara lesa nútímaljóð, og ef þeim líkar ekki, bara halda áfram og vera rólegir, Jretta kem- ur. Brynjar Viborg. MUNINN 73

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.