Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 23

Muninn - 01.03.1963, Blaðsíða 23
Gambrað um Spornismál í I. TÖLUBLAÐI 7. árgangs af Gambra, birtist á síðu 12 eitt duggunarlítið fígúru- sett skrif, hvar rætt er um nokkra velæru- verðuga ritnefndarmenn Munins. Þessi síða er í sjálfu sér vel upp sett, stærð 21x28 cm og liðlega vélrituð. Á eintaki því, sem er til hliðsjónar þessum pistli, er fjölritun líka vel gerð, svo sem vænta má af hinum ágæta fjölritara Hilmari Magnússyni. Papp- ír er sá sami í síðu 12 sem og öðrum síðurn blaðsins. Einnig er ekki úr vegi, að rninnst sé á það, svona rétt til gamans, að skrifið á síðunni inniheldur lieil 405 orð, sem að vísu munu öll finnast í orðabók Blöndals. Ornamentið á síðunni er hinsvegar svo frá- munalega smekklaust og hróplega illa gert, að vér skiljum ekkert í því, hvernig í ósköp- unum nokkur sæmilega vel vitiborinn mað- ur getur verið þekktur fyrir að láta annað eins frá sér fara. Hverjum nranni, sem eitt- hvað fæst við blaðamennsku, má vera ljóst, að með snotru ornamenti er unnt að breiða yfir afkvæmi andlegrar riðu og bráðapest- ar, og í sannleika sagt er þess ekki vanþörf á síðu nr. 12 í Gambra. (Rétt þykir að skjóta því hér inn, að síðan er reyndar ekki tölusett, en livort sem talið er frá næstu síðu framan við þ. e. nr. 9 eða aftan við þ. e. nr. 14, kemur út talan 12). Vér sant- gleðjumst einnig H. Blöndal &: Co. yfir því, að hafa aldrei komizt í kynni við svo- nefnt. latínunám, en fávizka þeirra átti ekki að geta komið í veg fyrir, að þeir flettu upp í fræðibókum eða spyrðu næsta mann að því, hvort ekki færi betur á því að skrifa in memorian með emmi en ekki enni. En snúum oss nú að því mikilverðasta við síðu 12, þ. e. innihald skrifsins. Hér í vetur tóku nokkrir þriðjubekkingar sig til og hugðust endurreisa Sporni, félagsskap antisportista í MA. Hengja þeir upp hel- vítamikla auglýsingu urn fundarboðun, sem er óðara færð niður á hina gullbókmennta- skreyttu veggi náðhúss skólans. Að bragði er fest upp annað plakat, sem verður þess valdandi að yfirvöldin skerast í leikinn, svo sem frægt er. Til þess að firra sig álits- hnekki reyna nú piltarnir að koma þung- anum yfir á efribekkinga og forráðamenn vissra félagssamtaka í skólanum og hyggj- ast reka smiðshöggið á allt saman með því að leigja sakleysingja til þess að producera góða lygasögu í léttum dúr. „Húmoristarn- ir“ láta tilleiðast, og árangurinn verður — síða 12. Augljóst er, að kapparnir, hverjir svo sem þeir eru, kunna ekki mikið til þeirra aðferða að liasla sér völl svo sem riddurum sæmir, því þeir skunda beinustu leið aftur fyrir kýrrassa og lýsa jrar öllum atvikum af undanlegri þekkingu á lífi þaðra. Getum vér í því sambandi ekki varizt brosi, þegar upp kemur í huga vorn stakan úr fjósrím- um um Karlamagnús: „Aldrei hann fyrir aftan kýr, orrustu háði neina.“ Flétta þeir kumpánar síðan inn í þáttinn nöfn nokk- urra manna, sem vissu sig ekki hafa á neinn hátt staðið að þessu brambolti Spornis- manna. Það, sem fær okkur mestrar furðu í sam- bandi við umrædda grein, er það, að Blön- dal &: Co. skuli reynast svo óskammfeilnir að birta þessa lygasögu athugasemdalaust, jafnvel þótt henni hafi verið ætlað það hlutverk að reynast lífakkeri mannorðs þeirra, því varla getur hugsast, að þriðju- bekkingar eigi sér lakari málsvarsmenn en liina leigðu sakleysingja. Að lokum: Smánin er ekki minni, þótt henni sé ranglega komið yfir á herðar ann- arra. MUNINN 7i)

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.