Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 7

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 7
yfir næstu götu og hleypur góðan spöl eft- ir henni. Þegar Jdú þykist viss um að vera kominn nógu langt, gengur þú rólega yfir á aðalgötuna aftur. Og það stendur heima. Þú kemur að lienni, þar sem hún bíður eftir grænu ljósi við gatnamótin. Þú gerir þér upp undrun- arhreim í röddina, er þú segir: „komdu sæl,“ eins rólega og þér er unnt. „Sízt átti ég von á að liitta Joig hér.“ „Sæll vertu,“ segir hún eins og henni komi samfundirnir ekkert á óvart. Það verður óþægileg þögn. Auðvitað ætl- aðir þú að segja miklu fleira við hana, en það er svo erfitt að finna réttu orðin. Og hún gerir sig ekki líklega til að hefja sam- ræður. „Á hvaða ferð ert Jdú? Býrð þú ekki enn fyrir norðan?“ spyrð þú að lokum, þótt þér sé fullkunnugt um Jjað. Hún svarar án Jress að líta við: „Við erum nrina í sumarbústað hér uppi við vatnið.“ Við. Hún sagði „við“. Auðvitað er dreng- urinn hjá henni. Drengurinn þinn. Þú hef- ur ekki séð hann næstum því í tvö ár. Hann ætti að vera orðinn sjö ára núna. Löngunin til að sjá hann blossar upp að nýju, sterk- ari en nokkru sinni fyrr. Þú liafðir að vísu eitt sinn samþykkt, að hún skyldi halda hon- um, en Jdú hafðir ekki vitað þá, hverju þú varst að afsala þér. Enn rýfur þú þögnina: „Má ég ekki ganga með þér á leið? Ég get borið fyrir þig töskuna.“ „Þú ræður því, mér er sama,“ segir hún en réttir þér þó töskuna. Róðurinn virðist heldur vera að léttast. „Hvernig hefur drengurinn það, hefur hann ekki stækkað mikið?“ „Honum líður ágætlega, Jrakka þér fyrir,“ segir hún þurrlega. En jDegar þú hugsar um rödd hennar á eftir, finnst þér sem brugðið hafi fyrir ástúð undir niðri. Líklega er henni ekki eins þvert um geð að ræða um hann við þig og hún vill vera láta. Þú ert jafnvel kominn á fremsta hlunn með að segja eitthvað á þessa leið: „Hvernig litist þér á að reyna að taka upp þráðinn aftur, þar sem hann slitnaði?" En til allrar ham- ingju segir þú það ekki. Það er ómögulegt að segja, hvernig hún hefði brugðizt við. Þú mátt heldur ekki hætta á neitt, fyrr en þú hefur fengið að sjá drenginn. En hverj- um augum mundi hann annars líta á þig? Hvaða hugmyndir skyldi hún hafa gefið honum um þig og fjarveru þína? Kannske liti hann á þig eins og svikara, sem hefði hlaupizt á brott og skilið Jrau ein eftir. En þú reynir að víkja þessum dapurlegu hugs- unum úr huga [Dér. Þið gangið líka rétt í {Dessu fram hjá sportfataverzlun, og Jrá dett- ur jDér nokkuð í hug. Þú leggur töskuna frá þér niður á stéttina. „Viltu bíða mín andartak, meðan ég bregð mér hingað inn?“ Hún kinkar kolli og-----jú, jDað er ekki um að villast. Það vottar fyrir brosi í öðru munnvikinu. Þegar þú kemur út aftur, heldur þú á böggli undir hendinni með kúrekabuxum, leðurbelti og skinnstakk á sjö ára dreng. Þú sérð strax, að konan hefur fylgzt með þér gegnum gluggann. Hún stendur enn í sömu sporum með töskuna við hlið sér og brosir, er hún segir: „Það er auðséð, að þú hefur einhvern tíma verið strákur.“ Eftir þetta ganga allar samræður auðveld- ar. Þið talið um ýmsa hversdagslega hluti milli himins og jarðar, en minnist ekki á neitt, sem viðkemur fortíð ykkar. Þegar Jrið sjáið heim að sumarbústaðn- um, byrjar þú strax að svipast um eftir drengnum. Fyrst sérðu svolitla hreyfingu bak við gluggatjald, og rétt á eftir er útidyr- unum hrundið upp, og hann kemur hlaup- andi til ykkar. Hún er svolítið á undan þér, og hann grípur um háls hennar og kyssir hana, er lnin tekur hann í fangið. Síðan sleppir hún honum og segir honum að lieilsa pabba sínum. Hann hleypur þegar til þín, kyssir Jrig og ræður sér ekki fyrir kæti. Þú hendir frá þér bögglinum og tösk- unni og þrýstir honum að Jrér. Hann fer MUNINN 87

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.