Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 10

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 10
MIKAEL MIKAELSSON: Musterið Læknirinn lokaði hurðinni hljóðlega á eltir sér og ég varð einn eftir. Að eyrum mér ltarst söngur nunnanna. Söngurinn hafði róandi áhrif á mig, angurvær, hvíslandi barst hann inn í herbergið. Hann var sem fjarlægur, ógreinilegur niður. Ég lokaði augunum og hlustaði. Þegar ég opnaði þau aftur, stóð öldung- urinn við rúmið mitt. Snjóhvítt hárið og skeggið mynduðu fallegan ramma utan um mikilúðlegt andlitið. Hann brosti góðlegu, skilningsríku brosi, sem þó ekki raskaði djúpri ró andlitsins. „Faðir,“ ávarpaði ég hann. „Hver ert þú og hvað ertu að gera við minn sjúkrabeð?“ „Menn kalla mig ýmsum nöfnum, eftir því sem þeir hafa vit og þroska til. Ég er kominn hér til að veita þér skilning." Ég svaraði honum. „Hvað á ég að gera með skilning? Ég er að deyja. Ég er aðeins tuttugu og tveggja ára og hef ólæknandi lifrarsjúkdóm vegna ofdrykkju. Þú heyrir sönginn. Nunnurnar biðja fyrir sál minni. Hvers vegna hlýt ég að deyja svona ungur?" Öldungurinn tók í hönd mína, um leið og hann settist á rúmstokkinn. „Sonur, ég er einmitt kominn til að gefa þér skilning á því.“ Hann þagnaði andartak og horfði út í myrkrið eins og til að hugleiða hvernig bezt mundi vera að haga orðum sínum og hóf síðan mál sitt. „Þegar drottinn sköpunarinnar hafði skapað mennina, setti hann þá fyrir neðan fja.ll lífsbaráttunnar og sagði: Tilgangur- blettur, örlítið dekkri en veggurinn í kring. Veiztu, að unga, ljóshærða stúlkan með brosandi augun býr yfir sorg? Hún er systir mín. inn með sköpun ykkar er að reisa á þessu fjalli musteri menningarinnar. Hann hlekkjaði hvern og einn við stein og sagði: Musterið eigið þið að reisa úr þessum stein- um. Það skal ekki vera í líkingu hússins, heldur skulið þið hafa það að lífstakmarki að velta steini ykkar upp þetta fjall. Að svo mæltu yfirgaf hann þá í myrkrinu við fjalls- rótina. Ofan frá tindi fjallsins stafar birtu, og mennirnir leita í áttina til ljóssins. Stein- arnir eru misþungir og ekki allir jafn stór- ir. Margir formæla drottni sköpunarinnar og segja: ,Minn steinn er þyngri en steinn náunga míns. Þessi drottinn er óréttlátur og miskunnarlaus. Sjáið til dæmis þessa veikbyggðu konu. Hún er hlekkjuð við svo stóran stein, að hún hreyfir hann varla, þrátt fyrir ítrekaða áreynslu. Sumir, sem engan tilgang sjá, gefa eftir í baráttunni. En steinninn togar í. Stöðvast fyrst og fer svo að velta niður. Hægt í byrjun. Við getum stöðvað hann, segja þeir, sem gefið hafa eftir. Leiðin niður á við er miklu auðveld- ari. Seinna getum við svo unnið það upp, ef við kærum okkur um. En vegna þunga síns togar steininn æ fastar í, og áður en þeir geta áttað sig, hef- ur steinninn tekið af þeim valdið og dregið þá með sér. Þeir, sem ekki hafa þrótt í sér til að forða sér undan, eru dresrnir með o°- að lokurn steypast hinir glötuðu niður í myrkrið, langt niður fyrir þann stað, sem þeir lögðu upp frá. Nokkrir reyna að vísu að leggja á bratt- ann aftur, en þeir eru þróttlitlir og gefi þeir örlítið eftir, lenda þeir aftur í sama myrkrinu. Enn eru þeir sem koma sér fyrir á ein- hverjum hjallanum, skorða þar stein sinn og hvílast. Þeir horfa á þá, sem framhjá fara, og dæma. Hversu miklu meiri erum 90 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.