Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 12

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 12
Hugleiðingar eftir Sal Sunnan úr Reykjavík höfum við spurnir af hópi einkennilegra manna, sem gangi um iðjulausir og illa til fara með hár niður á herðar, sitji á kaffihúsum og yrki ljóð sjálf- urn sér til afþreyingar. Þessir menn ganga undir samheitinu ungu skáldin, og lýsing- arorðið „ungur“ hefur svo kynngimagnað- an kraft í sér fólginn, að fylgiorðið „skáld“ hefur fengið niðrandi merkingu í fyrsta sinn í Jrjóðarsögunni. Það þótti því ekki ónýtt, þegar eitt skáld- anna af eldri kynslóðinni, Jóhannes úr Kötlum, kom hér í skólann og flutti erindi um Jressa einkennilegu rnenn og verk Jreirra. Sá böggull fylgdi Jró skammrifi, að gestur okkar var sjálfur ungur í anda og erindið eftir því. Álit hans á ungu skáld- unum stakk Jrví nokkuð í stúf við það, er við höfðum svo oft áður um þau heyrt. Gerðust nú deildar meiningar með mönn- um og nemendur M. A. upphófu almennt fjörugar umræður um menningarmál og listir í fyrsta sinn í égveitekkihvaðlangan tíma. Furðu margir voru ekki lengi að finna út, hvers konar fuglar þessi ungu skáld væru, og vissi ég ekki fyrr, að jafnvel færi saman skarpur skilningur og þekking á ís- lenzkum nútímakveðskap meðal nemenda þessa skóla. Jafnvel tyggigúmmígæja, klám- vísnaunnendur og sportidíóta vantaði ekki í hópinn. Þó veit ég ekki, hversu margir hafa fylgt þeirri grundvallarreglu að þekkja fyrst og dæma svo. En sleppum nú öllu gamni um sinn og látum það rýma fyrir alvarlegri hugleiðing- um um ungu skáldin og ef til vill fleira. Vissulega eru þeir til, sem hafa kynnt sér kveðskap ungu skáldanna og geðjast ekki að honum. Slíkir menn eiga að tala og á Jrá ber að hlusta. Margir ágætir fröm- uðir íslenzkrar menningar eru uggandi vegna losarabragsins á þjóðlífinu og svart- sýni og lífsleiða margra hinna efnilegustu úr hópi ungra manna. „Við þurfum andlega vakningu, menningarlega viðreisn," segja Jreir. Skáldin eiga að vera bjartsýn og kveða kjark og kraft í þjóðina. En hitt er svo aftur annað mál, að skáldin láta ekki segja sér fyrir verkum. Skáldin skynja, og skáldin leitast við að túlka skynjanir sínar og vera köllun sinni trú og þurfa alls ekki að hafa fangið þá köllun að gefa þjóðarlíkamanum einhverja ákveðna næringarsprautu. Skynj- anir skáldsins eru ekki aðeins háðar því sjálfu, heldur og umhverfinu, sem Jrað lifir og hrærist í. Bókmenntir eru því ætíð öðr- um þræði spegill samtíðarinnar og umhverf- isins og verða að skoðast í því ljósi. Okkur Jrýðir því ekki að beita aðferð sértrúarsafn- aðar, sem sagður er dýfa nýjum safnaðar- meðlimum ofan í ker og halda þeim þar, unz þeir sjá hvíta dúfu, heldur er miklu vænlegra til árangurs að hyggja að umhverfi skáldanna, reyna að finna, hvað geri þau svo svartsýn. Við höfum víst öll einhvern tíma hlegið að gömlu konunni, sem leit í spegilinn og sagði: „Allt er svikið nú á dögum, öðruvísi voru speglarnir í mínu ungdæmi." Og hvað er Jrað Jrá, sem gerir ungu skáld- in svo svartsýn, svo myrk, svo „fjarlæg fólk- inu,“ eins og komizt er að orði? Erum við ekki í hópi farsælustu velferðarríkja, búum við ekki við almenna velmegun? Eru ekki framtíðarhorfurnar glæsilegar? Kváðu ekki Matthías Jochumsson og Hannes Hafstein kjark í þjóðina, meðan hún enn var fátæk og bjó við hafís og hungur? Var ekki frem- ur ástæða til svartsýni þá? Fyrir Jrví eru áreiðanlega gildari ástæður en sýnast í fljótu bragði, að skáld hins ís- lenzka velferðarþjóðfélags samtíðarinnar 92 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.