Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 14

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 14
Ungu skáldin okkar hafa einni heimsstyrj- öld, heimskreppu, köldu stríði og vetnis- sprengju betur. Guði hefur gengið erfiðlega að lifa það alltsaman af. Hví hefur hann látið þetta alltsaman viðgangast? Og hvað eigum við þá að? Sjálf okkur, manninn, og liversu hefur hann sýnt, að hann sé trausts og tignar verðugur? Arið 1961 yrkir Ari Jósefsson þannig um stríð: Undarlegir eru menn sent ráða fyrir þjóðum þeir berjast fyrir föðurland eða fyrir hugsjón og drepa okkur sem eigurn ekkert föðurland nema jörðina einga hugsjón nema lífið En hvað er þá að segja um andrúmsloftið í hinu íslenzka þjóðfélagi að atómsprengj- unni slepptri? Er það tilefni til bjartsýni? Kaupsýslumönnum áreiðanlega — en skáld- um? Nú á dögum hefur glamur í peningum yfirgnæft raddir þeirra. Orð þeirra ná ekki lengur eyrum fólksins. „Enginn skilur þessa botnlausu þvælu“, er sagt. En fjallið kemur ekki til Múhameðs. Skáld með snefil af sjálfsvirðingu yrkir ógjarna eftir pöntun. Varðar þá engan um skilning skáldsins á samtíð sinni? Sjálfsagt ekki. Þessir fuglar ganga jafnvel svo langt að krefjast sjálf- stæðrar heilastarfsemi lesendanna. Sum ljóð sín skilja þeir ekki einu sinni sjálfir, heldur rövla eitthvað um myndir og stemmingar. Nei takk, leikara myndir er hægt að kaupa í næstu búð, já, meira að segja í litum. Og ávextir gróðahámenningarinnar eru sætir og safamiklir. Hver kannast ekki við Jretta ágæta Ijóð: Lövver plís, plís komm bakk dónt teik ðö trein kominn dán ði) trakk etc. Áhrifa þessarar stefnu gætir mjög greini- lega hjá hirðskáldum þess hluta þjóðarinn- ar, sem kallar sig venjulegt fólk og engum mundi detta í hug að kalla skrítið. Sá er mergurinn málsins, að fólkið er hætt að hlusta á skáldin, hætt að leggja sig eftir þeim bókmenntum, sem reyna á hugann. Einn og einn vaknar upp við þann vonda draum, að lágkúran hreiðrar um sig á höf- uðbóli alþýðumenningarinnar. Voldug öfl eru að verki, sem lokka fólk til að drepa tímann með þessháttar andlegu fóðri, sem rennur fyrirhafnarlaust niður og meltist átakalaust eins og blátt vatn. Hver kýs að eyða frístundum sínum yfir góðri bók, sögu, ljóði eða þurru fræðastagli? Nei, má ég þá heldur biðja um Vikuna, pakkaða inn í lit- mynd af fallegu landslagi, nýjum bíl og feg- urðardrottningu í svo þröngum buxum að mótar fyrir hverjum vöðva fyrir neðan mitti. Maður, Jrað eru sko myndir og stemmingar sem segja sex. Og skáldin fyllast svartsýni og innhverf- ast. En hvað getur þá hinn torræði skáldskap- ur veitt okkur á öld hinna beinhörðu pen- inga og áþreifanlegu hluta? Hvað varðar okkur um orð, raðað saman á svo fárán- legan hátt, að úr verður næsta botnlaus Jrvæla? Svo mikilsvert, sem J)að er að eiga sér heilbrigða skynsemi að leiðarljósi í Jressum efnisheimi okkar, J)á er ekki síður mikil- vægt að eiga í brjósti sínu tilfinningar, sem lyft geta manninum upp yfir gráan hvers- dagsleikann. Listin að lifa er ekki sízt fólgin í að halda jafnvægi milli skynsemi og til- finninga, gjalda hverjum sitt. Skáldið skynj- ar heiminn öðruvísi en við hinir, og það vill veita okkur hlutdeild í sínum heimi. Lítum á hvað Sigurður Nordal hefur um J)etta að segja: .....Maður, sem er góðri skynsemi gædd- ur, en hefur aldrei lesið ljóð á ævi sinni, dettur ofan á eitthvert meistaraverk ljóð- rænnar listar, t. d. þjóðvísu Tómasar Guð- 94 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.