Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 18

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 18
LJOÐ Bíbí syngja fuglar himinsins. Murrumsurr í moldinni þrymur Báran svettist á skeri og blaka. Bíum kvaka álftir á vötnum. Döggin glampar á grösunum Börn leika tínaberíaldingarði á götunum bíum bamba. Dó dó raular amman á stokknum. Hamarinn glymur við járnið meðan blóð sakleysingjans rennur og rennur og rennur og rennur og dumma. - eff. LAUFBLÖÐIN Litla barn, hví leikur þú ekki að kubbum á vatni, bílum í sandi, eins og allir aðrir? Leiktu þér ekki að tálfögrum laufblöðum, grænum — ögrandi, svífandi í loftinu, rennandi í lækjunum. Þegar ég var ungur, lék ég að laufblöðum, skínandi í morgunsól, gylltum á síðkvöldum, horfði á þau, talaði við þau, hló með þeim. . . . en þegar fór að hausta og grána, tóku þau að gulna og visna, skrælna og deyja. Þá grét ég oft og lengi. 98 MUNINN D. B.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.