Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 22

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 22
„Ég hef ekkert bollalagt um slíkt ennþá og get ekkert um það sagt.“ „Hvaða álit hefurðu á skáldskap hér í skóla, almennt?" „Ég tel, að of mikið gæti stöðnunar í formi skáldskaparins. Menn eiga tvímæla- laust að leita meira fyrir sér á nýjum braut- um en almennt er gert. Annars er allt gott um skáldskap í skólanum að segja, þótt vita- skuld sé hann upp og ofan, eins og alls staðar." „Telurðu ekki, að Muninn hafi mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna í skóla- lífinu?“ „Tvímælalaust. Skólablað er mjög mikil- vægur grundvöllur fyrir þá rnenn, sem hyggjast sinna ritstörfum í framtíðinni. Það er eðlilegt, að þeir séu hikandi við að fara með verk sín til annarra blaða, og þá kem- ur skólablaðið í góðar þarfir.“ „Hvað segirðu um útgáfu blaða í skólan- um, annarra en Munins?" Ég tel, að hún geti verið að ýmsu leyti heppileg, þó að hins vegar sé ekki fyrir það að synja, að blöðin geti dregið efni hvort frá öðru. En útgáfa annarra blaða skapar samkeppni, sem er að mörgu leyti æskileg og getur jafnvel orðið til skemmtilegra rit- deilna, og það verður auk þess alltaf að teljast æskilegt að blaðakostur í skólanum sé sem mestur." „Álíturðu ekki æskilegt að stækka Mun- in?“ „Jú, að sjálfsögðu. En það dugir ekki, að ritnefndin ein hafi áhuga á því máli, held- ur verða allir að leggja sitt af mörkum til að bæta blaðið og auka það að f jölbreytni.“ „Teldir þú til bóta að taka upp fjölritun á Munin, eins og t. d. skólablað M. R.?“ „Nei, alls ekki. Blaðið er tvímælalaust mun betur úr garði gert, ef það er prentað. Og útlitið hefur alltaf sitt að segja.“ „Og vildurðu svo taka eitthvað sérstakt fram að lokum.“ „Ekki nema þetta venjulega, að hvetja 'menn til skrifta og yfirleitt til að leggja Munin það lið, sem þeir megna. Og svo að endingu frómar óskir til blaðsins í bráð og lengd, og að því megi í framtíðinni auðn- ast að rækja hlutverk sitt sem bezt.“ Vér kunnum Friðrik þakkir fyrir við- talið, og óskum honum heilla í starfi því, er bíður hans við stjórnvöl Munins. G. St. 102 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.