Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 25

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 25
lásu fjórir nemendur kvæði nokkurra ungra skálda. Síðan var gefið frí. Voru þá sex kennarar og um þriðjungur nemenda veik- ir. Föstudaginn 15. marz kynnti Helgi Sæ- mundsson stefnu Alþýðuflokksins. Kynnti hann flokkinn af mikilli sannfæringu og innlifun og var gerður góður rómur að máli hans. Síðan spurðu menn og Helgi sneri út úr. Daginn eftir, laugardag, kom Helgi Sæ- mundsson á Sal og talaði um styrki sem menntamálaráð veitir. Síðan var kennt í 15 mínútur. Laugardag 23. marz hélt Muninn dans- leik. Meðal skemmtiatriða voru þættir úr Galdra-Lofti og Gullna hliðinu. Einnig kom þar eftirherman fræga, Karl Guð- mundson, og hermdi eftir. Höfðu menn mikið gaman af. Útgarðsferðir hófust sunnudaginn 24. marz. Að þessu sinni var byrjað á miðskóla- deild og farið í Skíðahótelið. Átti hver bekkur að vera tvær nætur. Mánudaginn 25. marz gekkst Huginn fyrir spurningakeppni milli bekkja í skól- anum. Sendu allir bekkir sex manna lið í keppnina nema miðskóladeild, sem var á fjöllum uppi. Vitringar sjötta bekkjar unnu. 26. marz kom sú furðulega frétt í Útvarp Reykjavík, að allir vistarbúar lægju veikir í flenzunni. Heimildarmaður þess var skóla- læknirinn Jóhann Þorkelsson. Eigi er vitað hver var heimildarmaður hans. Miðvikudag 27. marz sátu Laugalands- meyjar hér í boði skólapilta. Unað var við borðhald og dans fram eftir kvöldi. Er nokkuð var orðið áliðið kvölds, hóf Sigurð- ur Guðmundsson særingar miklar í gerfi skrattans í Gullna hliðinu. Eigi hafði hann fyrr lokið særingum sínum en jörð gekk í bylgjum og hús skulfu. Greip um sig mikil skelfing í setustofunni, en þar voru Lauga- landsmeyjar staddar ásamt herrum sínum. Mælt er, að þá hafi karlmenn notið fótfimi Söngtríóið „Los Handklæðos“ sinnar, er þeir yfirgáfu dömur sínar og stefndu til dyra. Dyr voru allar lokaðar og höfðu þessir hraustu kappar nær troðið hvern annan undir, er þeir reyndu að bjarga lífi sínu. Vakti jarðskjálftakippur þessi mikla hræðslu um alla vistina og mátti víða sjá menn fáklædda á hlaupum til dyra. Haft er fyrir satt, að margir íþróttamenn hafi sof- ið í hlaupaskóm sínum þá nótt. Sungið var á göngufrí 28. marz, en bar eigi árangur. Stefna Framsóknarflokksins var kynnt föstudag 29. marz. Helgi Bergs átti heiður- inn af því. Síðan var spurt og spjallað. 1. apríl rann upp heiður og fagur. Nem- endur hugðust bregða á leik og skiptu margir bekkir um stofur. Kennurum þótti þetta harla léleg fyndni og fyrtust margir við. Einnig var settur lás á bjölluna, en var þar að litlu gagni. Spurningasalur var 3. apríl. Gunnar for- maður las spurningarnar upp og skóla- meistari svaraði. Laugardaginn 6. apríl fóru Skagfirðing- ar í sæluvikuna og þar með í páskafrí. Áð- ur voru farnir ýmsir aðrir með hentugustu ferð. Á mánudag var vart kennslufært sakir fámennis. Á þriðjudag var svo þeim, sem MUNINN 105

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.