Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 27

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 27
„Starfsval — Hvað viltu verða“ í vetur kom út hjá ísafoldarprentsmiðju aukin og endurbætt útgáfa af bókinni „Hvað viltu verða“, sem Ólafur Gunnars- son, sálfræðingur hefur tekið saman. Bókin er einkum ætluð unglingum, sem hafa lok- ið skyldunámi, en þó er í henni að finna upplýsingar, sem verðandi stúdentum mega koma að gagni. Þar er að finna upplýsingar um 14 greinar háskólanáms. I inngangsorð- um getur höfundur þess, hverjir hafi lagt sér lið við samningu kaflans um háskóla- nám, og farast honum orð á þessa leið: „Kaflinn um guðfræði er skrifaður af Jóhanni Hannessyni, prófessor. Um lyfja- fræði rita Jón O. Edwald, cand. pharm. Urn læknisfræði er fjallað í náinni samvinnu við Arinbjörn Kolbeinsson, formann Læknafé- lags Reykjavíkur og kennara við Háskóla íslands. Jón Sigtryggsson, prófessor, skrifar um tannlækningar. Magnús Þ. Torfason, prófessor, skrifar kaflann um lögfræði. Hen- rik Guðmundsson, efnaverkfræðingur, framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags ís- lands, skrifar um verkfræði. Flosi Sigurðs- son, veðufræðingur, hefur samið kaflann um veðurfræði. Jón Jónsson, forstjóri, skrif- ar kaflann um hafrannsóknir. Um búvís- indi skrifar Ólafur Stefánsson, ráðunautur. Urn dýrafræði skrifar dr. Finnur Guð- mundsson. Um jurtafræði skrifar Eyþór Einarsson, magister. Um jarðfræði skrifa doktorarnir Guðmundur Sisfvaldason os: Þorleifur Einarsson. Um eðlisfræði skrifar Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor, en um utanríkisþjónustu Agnar Kl. Jónsson, ráðu- neytisstjóri." Enda þótt ýmsar greinar vanti enn í þennan kafla um háskólanám, er þó ærin ástæða til að fagna því, að þessi fróðleikur hefur verið dreginn saman á einn stað, og ættu sem flestir menntlingar að kynna sér þetta kver. Fjölbreytni þjóðfélagsins fer sí- fellt vaxandi og þar með vandinn að velja. „Lágmarksþekking þess, sem ætlar að velja ævistarf, ætti að vera: Um hvaða störf er hægt að velja í þjóðfélaginu, og hvernig samræmast hæfileikar þess, sem þarf að velja, hinum einstöku störfum —Kverið „Starfsval. — Hvað viltu verða“, veitir grundvallarfræðslu um starfsgreinar þjóð- félagsins, og enda þótt fleiri og flóknari þættir séu að verki, er lífsstarf er valið, en gera megi grein fyrir í 190 bls. pésa, þá rýrir það ekki gildi ritsins. R. SKÍÐAMÓT M. A. Þann 21 .apríl gekkst skíðanefnd í. M. A. fyrir keppni í svigi í Hlíðarfjalli við Akureyri. Keppni var þannig háttað, að hún var hvort tveggja í senn, einstaklingskeppni og sveita- keppni milli bekkja. Var mótið hið skemmtileg- asta og keppni hörð, sérstaklega var spennandi keppni sveita úr VI. og IV. bekk, en VI. bekkur sigraði naumlega. Fyrstu menn í einstaklingskeppni urðu: Guðmundur Tulinius VI. 82.3 Björn Bjarnason VI. 83.2 Stefán Ásgrímsson III. 83.3 Urslit í sveitakeppni: VI. bekkur 357.0 IV. bekkur 360.4 í sveit VI. bekkjar voru: Guðmundur Tulinius. Björn Bjarnason. Indriði Jóhannsson. Ingimundur Árnason. MUNINN 107

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.