Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 29

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 29
BRIDGE 7. apríl síðastliðinn fór fram hin árlega bridge- keppni milli K. E. A. og M. A. og var hún háð í Alþýðuhúsinu. Að þessu sinni var spilað á 6 borðum, og biðu nemendur M. A. hinn herfileg- asta ósigur, náðu aðeins 3 stigum af 36 möguleg- um, og er það léleg frammistaða, því hér í skól- anum eru ágætir spilamenn, sem hefðu án efa getað gert betur. En ekki dugar að fást um það, heldur reyna að hefna við fyrsta tækifæri. Sveitakeppni skólans er nýlokið, og urðu úr- slit allóvænt, en sigurvegari varð sveit Ingi- mundar Árnasonar eftir harða keppni við þrjár næstu sveitir. í sveit Ingimundar eru auk hans þeir Jón Jónsson, Guðmundur Oddsson og Ind- riði Jóhannsson. Almennt var ekki búizt við, að sveit þessi næði svo langt, þar eð spilararnir eru ekki nema miðlungi sterkir, en þeim tókst vel upp í keppninni og sýndu aldrei lélegan leik. í öðru sæti varð sveit Guðmundar Björnssonar, í þriðja sæti sveit Sigurjóns Norbergs, og í fjórða sæti sveit Haraldar Jóhannessonar, en hin slæ- lega frammistaða þeirra kom nokkuð á óvart, vegna þess að sveitin samanstendur af tveim efstu pörunum úr tvímenningskepni skólans. Hér kemur að lokum röðin: 1. sveit Ingimundar Árnasonar 24 stig. 2. sveit Guðmundar Björnssonar 20 stig. 3. sveit Sigurjóns N. Ólafssonar 19 stig. 4. sveit Haraldar Jóhannessonar 18 stig. 5. sveit Mikaels Mikaelssonar 9 stig. 6. sveit Helga Kristinssonar 0 stig. Mér var boðið kvöld eitt heim til kunningja míns að spila bridge, en þar voru fyrir tveir menn, sem ég þekkti ekki. Að sjálfsögðu byrjaði ég á móti kunningja mínum, settist í suður og fékk eftirfarandi spil: Sp. Á K G 7, H. Á K D, T. Á K, L. K G 9 7. Ég varð meira en lítið hissa, þegar austur opn- aði á einu laufi og sagði því sjálfur 6 grönd til þess að missa ekki af slemmu. Vestur sagði 7 lauf, sem ég var fljótur að dobla og hugsaði síð- an gott til glóðarinnar. Ég vildi ekki gera upp á milli litanna og sló því út lauf-sjöu. Vestur svín- aði lauf-áttu, og síðan var spilið auðunnið. Eftir þessa meðferð var ég fljótur að koma mér út, en varð ekki svefnsamt þessa nótt. Hér kemur svo spilið: Norður: S. 9—8—4—3—2 H. 10—9—8—7—6—5 T. D—G L.Ekkert Vestur: S. Ekkert H. Ekkert T. 10—9—8—7—6—5--4—3—2 L. Á—D—10—8 Suður: S. Á—K—G—7 H. Á—K—D T. Á—K L. K—G—9—7 Austur: S. D—10—6—5 H. G—4—3—2 T. Ekkert muninn 109

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.