Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 32

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 32
Harla fátt um hrundir er hér á þessum fundi. „Bara að Kata birtist hér“, við borðið einhver stundi. Sigurður á í orðaskaki við Björn: Tottar vindil, teygar kaffi, tognar andlitið í grettum. Björn svarar: Dottar Sigga sál í straffi, sómi hans er þakinn blettum. Haraldur skrifar á miða til kollega síns: Fyrripartur frá mér leitar, finnst mér Röggi ætti að svara. og Rönvaldur svarar: Andans lummur eigi feitar áttu til að láta fara. Björn tekur nú upp kuta sinn og sker síður úr vasabók sinni. Rögnvaldur sér það útundan sér: Víst mun þessi vasabók vizku litla geyma. Beittan hníf í skyndi skók, skar, og vildi gleyma. Friðrik er nú orðinn tóbakslaus, og Bjöm er svo örlátur að gefa honum leifarnar af vindli sínum: og er þakkað þannig: Vindil ég ramman reyki, sem rétti mér kyndugt þing, slafra ég því og sleiki slefuna úr Þingeying. En Björn svarar: Aldrei betri bjórinn sást í bikar Vestfirðinga. Ei mjöður hafði meiri ást en munnvatn Þingeyinga.. Nú ofbýður Hjálmari og lætur þessa fjúka: Aumt er að láta hér ekkert í té, ekkert að kveða né segja. En helmingi verra held ég þó sé, að hafa ekki vit á að þegja. Þá mælir Friðrik: Virðulega hann varir hringar. Vitið þó ekki í kolli svingar. Sendir á okkur svívirðingar. Svona eru flestir Þingeyingar. Guðrún hefur ekki fengið að vita nafn Hjálm- ars og innir hann eftir því með þessum orðum: Væri til of mikils mælzt að mega nafn þitt vita? Hjálmar svarar: Sjaldan um það hef ég hælzt, á höfði mun ég sitja. Jóhannes Vigfússon sendir nú frá sér fyrri- part: Kristinn, yrk þú um mig ljóð, óðsins virkja lindir. Kristinn svarar: Ennþá muna allmörg fljóð allar þínar syndir. Og aftur kemur sending frá Jóhannesi: Sízt þér ferst að ympra á öllum mínum syndum. Oftar hrundir una hjá ástar þinnar lindum. 112 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.