Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 33

Muninn - 01.05.1963, Blaðsíða 33
Og Kristinn enn: Það er af sem áður var. Allar vildu meyjarnar hjá mér sitja. Sést nú engin. Sól míns lífs til viðar gengin. En Jóhannes á síðasta orðið: Hæverskan af honum drýpur, hann ei þykist kvennasál. En þegar hann fyrir krossi krýpur krassandi verða skriftamál. Rögnvaldur er uggandi um framvindu menn- ingarmálanna: Ríkir hljóð, því engan óð eg mun góðan finna. Hugarsjóðs má glæðast glóð, gleymna þjóð á norðurslóð. Guðrún teygir þráðinn lengra: Vestrænn andi okkar stranda leitar. Það er sem landið leiki við ljóta fjandans ástandið. Kristinn beinir nú til Bergþóru og Guðrúnar: Hver mun vilja ljóðum ljóða langs með borðsins rönd til hinna miklu fljóðafljóða Flýt þér nú mín önd. Þær svara: Til okkar Kristinn önd þín leið og við gripum henni við. Vængbrotin í verstu neyð veltist greyið út á hlið. Kristinn sendir um hæl: Harpa ykkar hljómar vel en heldur lítið. Hreyfið betur stillta strengi, stuðlamál lát óma lengi. Pálmi biður Kristin um blað og fær með því þessa stöku: Þér ég gef af gleði örk. Góði, yrk án þrauta. Ræktum andans eyðimörk okkar sessunauta. Pálmi svarar: Yfir Kristni blaktir björk birg af Óðins vínum. Óðsins fræi um eyðimörk eys af greinum sínum. En nú virðist sem hagyrðingar séu þrotnir að kröftum og líður löng stund þar til Friðrik segir: Andinn virðist undinn. Engir kveða drengir. í sandinn streymir stundin. Strengir hljóma ei lengur. Ekki verður meira kveðið að sinni. M U N I N N Útgefandi: Málfundafélagið Huginn. Ritstjóri: Rögnvaldur Hannesson. Ritnefnd: Kristinn Jóhannes- son, Bergþóra Gísladóttir, Sig- urður Guðmundsson, Gunnar Stefánsson. Ábyrgðarmaður: Friðrik Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Georg Tryggvason. Prentverk Odds Bjömssonar MUNINN 113

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.