Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1970, Blaðsíða 24

Muninn - 01.11.1970, Blaðsíða 24
Virðingarleysi ? Þar sem nú fyrst gefst tækifæri til að koma mér hugfólgnu máli á framfæri í f -jölmiðli skólans, þá vil ég nota það, þó séint sé. I vor s1. voru 4. bekk- ingar stærðfræðideildar, þar á meðal ég, saman- komnir á Sal einn fagran morgunn til að taka eðlis- fræðipróf. Eins og menn gera sér ljóst var okkur í num að koma sem mestu af okkar kunnáttu á blaðið, á þeim tíma, sem okkur var ætlaður- þó ekki væri nema til að ná prófi. Þar sem próftími stytt- ist iðulega um 15 - 20 mín. framan af vegna ýmissa ástæðna, þannig að ekki var hafizt handa fyrr en hálftíma seinna, en gert var ráð fyrir, þá hefði mátt ætla að afgangs- tíminn yrði án truflana. (-Oftast varð að skila á hinum upphaflega ákveðna tíma-) En í þetta sinn var sem leikæfing, eða eitthvað þessháttar, færi fram á Sal, því að kl. rúmlega 8.30 var ljósmyndara úr bænum hleypt inn með allt sitt glamrandi hafurtask og smellti hann þar af þrífætinum í u.þ.b. 30 mín. Virtist hann ekkert tillit þurfa að taka til þess t.d., að sumum finnst kvalræði að hafa myndavél nálægt sér- auk þess, sem þarna stóð yfir próf og gat varðað suma miklu að hafa sinn tíma í friði í - Við hefðum t.d. öll getað tekið fyrir hann gervipróf og setið fyrir á öðrum tíma. Því þurfti endilega að trufla próf fyrir jafn- auðvirðilegan hlut ? Þætti mér vænt um að þetta verði tekið til athugunar á vori komanda, svo að slíkt virðingarleysi við friðhelgi nemenda í prófum endurtaki sig ekki. - Eða hvað finnst ykkur ? Katarína 5. bekk JORVlKTANNFJEHANDA NYJUMHEIMIÞAÐBLÆÐIR HRMORGUNSARINUHUNDA BÆRINNKVADAKVERMILLJ ÖNAÆVINTYRIÐKLETTA BELTIFJALLKONUNNAR HIMINBJARGARSAGAEÐA SKOGARDRAUMURSNARAN LEIGJANDINNOGSVOJ0NS LJÖÐHA?

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.