Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 5

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 5
séð, en afgangurinn, hægri áróður þinn, sé ein af nauðþurftum ríkisstjórnar á fallanda fæti. Um hitt get ég upplýst þig, að það þarf að toga blaðamatinn með töngum út úr nemendum eða ganga milli manna með tárum. Er ekki eitthvað að því samfélagi, þar sem menn fást ekki til að skapa annað á prenti en nýtt þjóðskipulag, eftir að hafa rifið það gamla niður? Blað hlýtur að túlka skoðanir þeirra, sem í það skrifa. A.m.k. finn ég enga kvöð á mér um að túlka þversummu af skoðunum nemenda. Hitt er miklu alvarlegra, þegar þu^ við hin ólíklegustu tækilæri og undir sí- felldu yfirskyni hlutleysis o^ griðar, treður inn á nemendur þínum politisku sk— oðunum. Yfirleitt er þetta andsovétismi, sem ekkert gerði til, ef þú settir ekki ^ iafnaðarmerki á milli hins faranlega stjorn— kerfis austan járntjalds og hagsmunaharáttu nemenda; hugsýna okkar um mannúðar- og hamingjuþj óðfélag. Framtíðarþj óðfélagið verður álíka fjarskylt hinum harðstýru skrifstofuveldum í Austur-Evrópu og hmum saurugu og valdasjúku Vesturveldum. Það er mín sannfæring, að andkapi- talískur áróður sé aldrei og hvergi ó- þarfur, á meðan auðvaldið tröllríður ver- öldinni í heimsku sinni og græðgi. Ég veit, að fyrirer.narar mínir skrif- uðu ósköp fallega um fjallkonuna fríðu og gamla skólann okkar, en ég er ekki eins viss um raunhæfa þýðingu slikra skrifa. Við lifum í undarlegum heimi. ^Börn eru alin upp í tortryggni og hatri á and- stæðinginn. Lífsskoðun kalda stríðsins er viti firrt. Morðvopn virðast orðin mannsins bryn- asta nauðsynjavara. Ökologiskt hrun líf- heimsinsaf völdum mengunar, voíir yfir. I Austur -Evrópu og víðar er personu- frelsi stórlega skert og litlar horfur a breytingu til batnaðar. 1 Afrxku, Suður— Ameríku og víðar viðhafa herveldin enn hina hræðilegu nýlendukúgun. A Vesturlöndum er enn í gildi hin and- styggilega skipting manna í stéttir. Mann- skepnan sem slík er þar að engu höfð, en gróði settur ofar öllu. TæknLn.sem færði okkur efnalega velmegun og^átti að færa okkur hamingjuna, orsakar í allsnægtar- ríkjunum óskaplegan gróða nokkurra manna, en eilífðarpuð hinna og tilgangslaust lif. En jafn, framt verða ríkar^þjóðir stöðugt ríkari og þær vanþróuðu fátækari. Þetta stafar allt,- hvert atriði, af kapitalisma í einhverri mynd. ' Enn í dag verða fátækar þjóðir að kaupa frelsi sitt óheyrilege dýru^verði. ötrúlega víða býr örsnauð þjóð í landi sem vellríkt er af auðlindum. Voldugasti óvinur fátækra þjóða er U.S.A.’ I U.S.A. búa 6% íbúa jarðar. U.S.A. ræður yfir 60$ auðlinda jarðar sem að mestu eru utan heimalandsins. Samhengið er auðsætt: Með marg- þættri aðstoð við einræðis og aftur- haldsstjórnir, í versta falli hernaðar- íhlutun gegn þjóðfrelsisöflun tryggja þeir sér sem frjálsastan aðgang að auðlindunum. Víetnam er ein þjóð, sem berst ó- trúlega einhuga, einhuga ge.gn árásarher- num og leppunum. Herveldið fótumtreður í himin- hrópandi órétti sjálfsákvörðunarrétt smáþjóðar, fremur arðrán og morð á morð ofan á blásnauðum víetnömskum bændum, sem hafa gert sig seka um að krefjast hlutdeildar í gæðum jarðar. En hér uppi á Tslandi hefur fólk furðulegar hugmyndir æm þessa níðingsle.gu árás. Þar kemur til "hlutleysi" fjölmiðlanna. A meðan vesturheimskir auðjöfrar sól- baka sig í lystisnekkjum sínum, aka í löngum bílum og velta sér í illa fengnum auði, hrynja börn niður ur hungri og nap— almsárum hjá fátækum þjóðum. I USA sjálfu verða þær raddir sífellt hærri, sem heimta að múgmorðunum linni. Það gerir nánast hver maður, sem eitthvað kynnir sér raun— veruleikann um Indó—Kína. En morðingjarnir eiga víða sína "feitu þjóna". Þegar svo þessir haukar seilast inn í og eitra ís- lenzktþjóðlíf, getur ekki saliazt griðrof að andæfa. Okkar þjóð er fjarska smá, og hennar mikilvægasta barátta hlýtur að helgast áframhaldandi sjálfstæði. Island hefur ennþá ýmiss konar sér- stöðu meðal "vestrænna Íýðræðisríkja". Menningarleg stéttarskipting er enn lítil af sögulegum ástæðum. Vort lán er að hin unga borgarastétt hefur lengit af ekki ráðið öliu í stjórn landsins. Hér eru því enn óskýr ýmis einkenni kapitalísks þjóð- félags. Sú er þó ættin, og nú færast ýmsar blikur á loft. Um tvo meginkosti er að velja . Á kapitaliskum grundvelli stendur sund- ruð íslenzk framleiðsla mjög veikt í harðri samkeppni við erlent auðvald. Slíkri stjórn er því nauðsynlegt að gleypa við erlendu fjármagni (álverý og bindast í hernaðar- og efnahagsbandalög, sem eru raunar samsæri nægtaþjóðfélaganna gegn uppbyggingu þróunar- landanna. Jafnframt gerast atvinnuvegirnir stöðugt háðari útlandinu og misréttið í landinu magnast. Þennan kost hefur stjórn okkar valið. Tsland hefur svo.góða reynslu af því að vera nýlenda. Hy^gjast landsdrott- narnir nú selja ríkum þjóðum ál og stofna þannig, með aðstoð bandarísks herstyrks, efnahags- og menningarlegu sjálfstæði þjóðarinnar í voða. Hinn kosturinn leiðir til "vinstri", kallaður sósíalismi. Laus við sundrung stétta og sérhagsmunahópa yrði þjóðin sam- hyggin og samheldin um framleiðsluna. Við myndum þá líklega halda áfram að selja þurf- andi þjóðum fisk. Til fjandans með öll hernaðar og efnahagsbandalög við saurug ríki. Til f jandans með þann undirlægjxihátt við U.S.A., sem lætur hverja óflekaða íslenzka sál sárblygðast sín og örvænta um sálu- hjálp sinnar þjóðar. HfiW

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.