Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 6

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 6
I sambandi við þær grillur þínar, að aldrei megi vara við og hallmæla þessu Islands óláni án þess Rússum sé bölvað í leiðinni vildi ég spyrja: Hafa Islendingar eitthvað óheilbrigða afstöðu til inn- rásarinnar í Tékkóslóvakíu eða annara of- ríkisaðgerða Rússa? Eru Rússar, þótt slæmir séu, það versta sem steðjar að jfslenzku. þjóðlífi, menningu og sjálfstæði í dag? Eru það Rússar sem eru að gera þjóðarsál Is- lands að sál hunds? Ef til styrjaldar kemur er þetta bara búið,- allt. Þú réðst á það í grein minni, þar sem fjallað var um framleiðslu menntamanna handa óbreyttu þjóðfélagi. Hafi ég þar gefið högg- stað, vil ég geha frekari grein fyrir meintum staðreyndum málsins. Hér er um að ræða eitt helzta ásteytingsefni hinnar ungu alþjóð- legu nemendahreyfingar, hverrar vísir er enn rýr hérlendis. I almennum skólum er nánast engin til- raun gerð, til að temja nemandanum heil- brigða og frjóa hugsun,_hæfileika til að velja^og hafna, gagnrýna og skapa betra. Þess í stað kemur hann yfirleitt út sem e.t.v. fróð, en_fjarska ósjálfstæð persóna, sem -hlýðir og þiggur. StúdentsprÓf er lykill að háskóla. Með vaxandi tækni vex sérhæfing mennta- mannsins, en sjóndeildarhringur hans um um- hverfi sitt, þjóðfélagið, þrengist jafn framt. Síðan festast þeir, sem þröngsýnir, hálfvélrænir auðnuleysingjar í stöðum auð- valdskerfisins og puða þar ógagnrýnir og sáttir við kaupið, unz "ömenntaður verka- lýður'" upphefur agg og nöldur. Skólarnir, sem ættu að mennta í þágu betra þjóðfélags, eru þannig vopn íhaldsins, en það er slæmt. Það er gamalkunn íhaldskenning og dá- lítið vitlaus að jafna saman nasisma og sósíalisma; . Nasisminn grundvallaðist á fölsuðu hugmyndakerfi kapitalisma, ægilegu ofbeldi, þjóðernisgorgeir, hernaðardrambi, furðu- legri tilbeiðslu á heilalausum mælskumanni og"sjarmör" og takmarkalausri múgsefjan, allt undir yfirskyni persónufrelsis og frjáls framtaks. Hitler lagði álíka mikið til höfuðs sósíalista og gyðinga. Sósíalisma ætti ekki að þurfa að útlista fyrir gömlum sósíalista. Hitt er sönnu miklu nær og raunar anzi sláandi , hvað veruleikinn í t.d. amerískri pólitík nú- tímans svipar til nasismans, þar sem kyn- tröllin (og auðjöfrarnir) æra fólk til fylgis við sig með loforðum um aga x vakn- andi þjóðlífinu og niðurbælingu óánægðra afla, svo sem negra og vinsþri manna, en önnur stefnuskrá er léttvæg. Þú greipst á það ráð íslenzkra hægri- manna að prísa vort frelsi og lýðræði og bentir í því sambandi í ýmsar áttir á einræðisríki, svosem Austur-Evrópu. Eg hef áður (í Hælistíðindum) skrifað um "vestrænt lýðræði" í sambandi við fjöl- miðlun og skoðanamötun, svo ég sleppi því núna. En lýðræði er í þessu tilfelli ærið hæpið orð. Fólk fær svosum að greiða sitt atkvæði, en höndin hefur yfirleitt orðið fyrir margvíslegum áhrifum aður en hún "krossar". Vestrænt þjóðskipulag viðheldur sér með háþróaðri tækni, sem skapar flestum þolanleg efnahagsleg lífskjör. Jafn framt því _eru mönnum skapaðar þarfir, magnaðar með auglýsingum. Þarfirnar verða sameigin- legur hagsmunaþáttur bæði verkamanns og framleiðanda; verkamaðurinn fær vinnu. eig - andinn græðir. Dæmi: Ilmefnaverksmiðja. vopnaverksmiðja (skapar þörf fyrir stríð), þvottaefnisverksmiðja. Neyzla okkar og gerviþarfir krefjast gífurlegs hráefnis. Það fæst, að miklum hluta,fyrir lítið úr þróunarlöndunum, sbr. það, sem áður var sagt um U.S^A. og á við um fleiri nægtaríki. Um leið er verkamanninum talin trú um, að hann hafi það ágætt. Svo puðar hann alla daga alla ævina í sálarlega niðurdrepandi leiðin- legri vinnu fyrir húsi, kannski bíl. I sjónvarpi sér hann e.t.v. hryllings- mynd frá Vietnam ("bandarískum harmleik", Mbl.) en líka auglýsingu fyrir bílasýningu og krossar jafn nær í næstu kosningum, eins og svefngengill. Tilbúnu þarfirnar verða hans þarfir. Hann fær þörf fyrir óbreytta samfélagshætti, óbreytt stjórnarfar. Hann er orðin ósjálfstæð og viljalaus sk- epna í þjóðarhjörðinni. Bor^arastéttin, aðallega atvinnurek- endur, ráða svo framleiðslunni og verðlagi í landinu. Þeir ráða hvort rísa skuli út- lend álver; verða skuli gengisfelling; her skuli úr landi o.s.frv. Fullt lýðræði fæst ekki fyrr en með sameign framleiðslutækja og stéttlausu þjóð- félagi. Karl Marx lagði grundvöllinn að slíku þjóðfélagi með vísindum sínum og heim- speki. Ekki er þó endilega öllu borgið með afnámi eignaskiptingar, svo sem sést í Sovét. Þar er einræðið í höndum þröngrar embættis- mannaklíku í stað auðmannanna, það varð ó- happ, sorglegt og æði afdrifaríkt. Líklega er einna efnilegastan sósíalisma að finna einu ríki austar. Þar fara bændur og verka- menn í háskóla, sem kennarar og nemendur í senn með stúdentum., og læra til að verða betri menn, innræta sér sósíalisma og sam- félagskehnd . Jæja: samtvinnað "atvinnu- lýðræðinu" okkar og samskonar er svo "skóla- lýðræðið". Ha! Hvurju ráðum við? Við ráðum, hver skrifar í kladdann, við ráðum hver sendist fyrir þig,- búið. Ef við gerum samþykktir um hagsmunamál er hlegið að okkur á æðri stöðum. Annars voru þau að drepa þjóðmáladeild, blessuð börnin. Umræður um þjóðmál eru víst alveg óþarfar og raunar óæskilegár. Mogginn og Sjónvarpið segja okkur,hvað halda skal um heimsmálin.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.