Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 10

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 10
HEIMWISTARMNIÍAIf Fáirjield ég veríi |)il þess, þegar talað er í fullri alvöru, að draga í efa mikilvœgi heimavistar við skóla eins og Menntaskólann á Akureyri. Þessi skóli er nú einu sinni að miklu leyti sóttur af fólki utan af landsbyggðinni, og þá gefur auga leið, hvert hagræði er í að hafa hér góða heimavist. Telja má það brýnt hagsmunamál okkar nemenda, að hér sé vel rekin og þægileg heimavist. pvo kostnaðarsamt er að leigja herbergi úti í bæ, að hver er sá aðkominn nem- andi, er ekki sæi sér stórfelldan hag'í að búa á vist fjárhagsins vegna? Á miklu veltur því, að heimavistin sé þannig rekin, að hún falli sem flestuir. nemendum í geð. Kemur þar fjölmargt til greina. Eitt af því mikilvægasta er næðið. Hér þarf að ríkja næði og friður sem mest, enda á vistin jú fyrst og fremst að vera vinnustaður nemenda og svefnstaður þeirra. Ég segi fyrir mi^, að mér þykir sízt verra næði hér nu í vetur heldur en í fyrra eða hitteðfyrra. Veit ég að vísu, að ekki munu allir vera á einu máli um þetta. Næðið má líka lengi bæta, og mætti það vissulega verða betra en nú er. Mín skoðun er hins vegar, að lengi sé hægt að skapa sér næði til lestrar og svefns, aðeins ef viljinn er fyrir hendi. Mun það ekki að miklu leyti barlómur og yfirskin, þegar menn segjast flýja vist í leit að næði? Á síðustu árum hefur ýmsu verið breytt til batnaðar hér innan veggja nýju vistarinnar. Má þar fyrst til nefna nýjar hurðir fyrir herbergjum, og einnig hafa nemendur nú fengið lykla að herbergjum símun, Þarf víst vart að fjölyrða um öryggið, sem það veitir að geta þannig lokað híbýlum sínum á eftir sér, ef víkja þarf frá. Hins vegar krefjast bætt húsakynni líka bættrar umgengni, og ætla ég ekki að dæma um það, hvort umgengnin hafi að undanförnu batnað jafnhliða húsakynnunum. Með sjálfum mér efast ég þó um það.^ Á hitt er einnig að líta, að þó einu og öðru hafi að undanförnu verið breytt í vistarmálum til samræmis við ■nýjar kröfur, þá fer aðsókn að heima- vistum minnkandi, þrátt fyrir aukinn fjölda nemenda í skólanum. Pyrir þessu er ekki hægt að loka augunum. En hverjar eru þá orsakirnar? Jú,-það er nú í vaxandi mæli skoðun alls þorra nemenda, að það séu óþolandi fjötrar að vera lokaður inni á kvöldin, ekki sízt, þegar svo og svo margir af skóla- félögunum eru úti að lifa og leika sér. Hér hefur orðið hugarfarsibreyting á undanförnum árum, og tel ég það skamm- sýni að ætla að loka augunum fyrir slíku. Að vísu verður að játa, að allar breytingar á skipan heimavistar eru þungar í vöfvun, og nýir erfiðleikar munu jafnan skjóta upp kollinum í stað þeirra, sem hverfa. Hins vegar er það mín skoðun, að óhjákvæmilegt sé að koma til móts við kröfur nemenda í þessum efnum, a. m. k. að einhverju leyti. Ella getur tæpast hjá því farið, að vistirnar munu standa hálf-tómar eftir nokkur ár. "ímsar kröfur hafa verið settar fram \im, að opna beri vistirnar alveg, og að hérskuli jafnvel hafður næturvörður allar nætur. Þetta virðist þó harla fjarlægt og ^afnvel óraunhæft. Vitað er, að mest ásókn er í að vera úti á föstudags- og laugardagsnóttum. Æski- legt væri, að þær nætur yrði hér aukið frjálsræði. Til dæmis mætti hugsa sér, að þau kvöld yrði ekki gengið eftir því, að menn væru mættir á vist fyrir kl. hálf tólf. Hins vegar munu nemendur skiptast á um að vera á vakt við dyr vistarinnar þær nætur, e.t.v. allt fram til kl. fjögur. Mættu menn þá koma inn, ef þeim sýndist, og jafnvel fara út líka. Næði og svefnfriður yrði þó að ríkja innan veggja vistarinnar, og mætti þá taka újfcivistarleyfið af um stundarsakir, því til áréttingar, ef út af brygði með svefnfriðinn. Trúi ég vart öðru en menn sæju sóma sinn í að ganga hljóðlega um þessar nætur, ef svo væri um hnútana búið fyrirfram. Engin ástæða væri þó til að leyfa óviðkomandi fólki að dveljast inni á vist þessar nætur, og yrði ríkt eftir því gengið. a. , s V_____ Eins og kunnugt er, hefur vistar- búum ekki verið gert að skyldu að mæta á vist að loknum meiri háttar dansleikjum í vetur. Víst má tilja það spor í rétta átt. Þó dylst það ekki, að þetta hefur ýmsa galla. Af hreinni ævintýralöngun mæta sumir ekki á vist og eru svo e.t.v. að þvælast, kaldir og slæptir, og auk heldur í misjöfnu ástandi, um bæinn fram á morgun, unz vistarverðir opna um síðir fyrir þeim. Væri þá ólíkt skárra aðhafa mann við dyr vist- arinnar, a.m.k. eitthvað fram eftir nóttu, svm gæti hleypt þessu fólki inn. Þessi tilhögun, sem ég hef stungið hér upp á, er e.t.v. aðeins lítt hugsaðir draumórar. Hún mundi þó að mínu áliti bæta töluvert úr núverandi ástandi í vistarmálum. Stæðu þá vonir til, að minna yrði um margtroðna götuslóða í gluggakistum á neðri hæðum heimavitt- anna en nú er. Einnig^yrði þá minna um áberandi harðspora í snjónum fyrir utan gluggana, er menn fengju aðrar og þægilegri leiðir til að ganga um. Ef þessi tilhögun gæti orðið til að auka ánægju manna með heimavistirnar yfirleitt, þá teldi ég hana þar með hafa náð tilgangi sínum. Ingvar Teitsson, 5.T.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.