Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 11

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 11
0&, Bok/a/sv/ man of one dímension EFT/& í~l F/Z3F/ZT /AAHCUbE. -'/439 | HöfSDRAÐ 1901 2bVW 62 01 HIIXÍOHH annaMn'H nwij Við gerum greinarmun á tilbúnum og raunverulegum f;örfum. Tilbúnar eru þær þarfir, sem einstaklingumum eru skapaðar af þjóðfélaginu vegna sérlegra hagsmuna þess til að undiroka hann: þarfir, sem viðhalda erfiði, ógnunum (t.d. stríðógn- unum), vesaldómi og óréttlæti. Fullnæging þessara þarfa kann að veita neytandanum mikla ánægju, en þá ánægju skal ekki vernda né viðhalda, ef hún hamlar þróun hæfileika einsltaklings- ins (og annarra), til þess að kannast við sýkina sem hefur gripið fjöldann, og rannsfaka á hvern hátt má komast fyrir rætur meinsins. Ef þessir hæfileikar nytu sín, væri ekkert að óttast. Flestar ríkjandi þarfa t.d. að slappa af, skemmta sér, verzla og neyta í_ samræmi við auglýsingarnar, að halda upp á og fyrirlíta það, sem aðrir halda upp á og fyrirlíta, eru grundvallarhug- tök og markmið hinna tilbúnu þarfa. Svona þarfir hafa þjóðfélagslega þýðingu og verkan, sem leidd er af ytri öflum, sem einstaklingurinn hefur engin tök á. Tilbúningur og fullnæging þessara þarfa eru af sama toga spunnin, og til þess ætluð að brjóta hugsanlega andstöðu á bak aftur. Burt séð frá því hversu einstakling- urinn hefur tileinkað sér þessar þarfir og í hve ríkum mæli hann auðkennist af þeim og gengst upp í fullnægingu þeirra, þá bera þær alltaf fæðingareinkenni sín. Þær eru afsprengi mikilvægra hagsmuna samfélagsins, sem krefjast kúgunar til síns eigin viðgangs og vaxtar. Það er staðreynd, að þessar þarfir, sem hafa. það markmið að undiroka ein- staklingana og kúga þá, eru mjög út- breiddar, staðreynd, að við þeim er tekið annað hvort ómeðvitað eða í uppgjöf, en þessari staðreynd verður að breyta, bæði vegna einstaklingsins, sem ánægjunn- ar nýtur og ekki síður hinna, sem borga brúsann með súrum svita sínum og vesal- dómi. Þær þarfir einar eiga skilyrðis- lausan rétt á því að verða uppfylltar, eru hinar lífsnauðsynlegu þarfir, þ.e. fyrir mat, klæðum og húsnæði. Uppfyll- ing þessara þarfa er forsenda þess, að gera megi allar aðrar þarfir að veru- ieika, hvort sem þær eru háleitar eða lítilmótlegar. Sérhver samvizka og meðvitund, sér- hver hugsandi vera, sem ekki gengur að því sem vísu að hagsmunir ríkjandi kerfis

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.