Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 13

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 13
Che Guevara Hvað hafa margir dáða drengir ðrýgt þá höfuðsynd, að vilja berjast og beita kröftum og brjóta þá fölsuðu mynd, sem almenningsréttindi á að heita en ofmargir glerperlum strá. Hversvegna^hafa þeir fræknu og fúsu ei fallið í gleymsku og dá. Sígur til viðar sólargeislinn senn kemur földimm nótt. Hetjan sem áður hjá björkunum barðist var burtu kölluð skjótt. Með þjóð sinni hafði þraukað lengi þjáðist jafnt nótt sem dag. En vandamál herða þá duglegu djörfu, sem digna' ekki um sólarlag. Minnisvarðj. mikill er reistur, og metin tilvera hans. En orðstír og starfi ávallt þó verður einkunn hvers látins manns. S. Elíasson. Frá ritnefnd! Færeyingar eru bræður okkar. Ef þið komið til Færeyja, gangið inn götu í Þórshöfn eða útí sveit og talið við þetta fólk, sem talar eirs og börn og rær til fiskjar, finnið þið skyldleikann. Við viljum því ítreka óánægju'okkkar með þá fordild Tslendinga að míga x sífellu utani kanann, en líta niður á þetta raunverulega fólk - þetta ágæta fólk. Hin sér- stæða. menning þeirra. er enn tiltölulega fersk og viðmótið þýtt. Sjálfstæð tunga og menning eru helztu forsendur fyrir sjálfstæði smáþjóðar. PS Ein hástemd og því miður stolin. Er sumarglaðir svanir hjá ungum sínum sofa og saman ganga í haganum hestar illa heftir þá skal ég með þér ganga inn í gamlan dalakofa og geta með þér soninn sem þjóðin býður eftir.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.