Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 26

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 26
Um fjölhjuskap I leit sinni að fullkomnara þjóð skipulagi fann hinn síðhærði hippi, af- sprengi aukinnar sjálfsrýni, einn stein á þeirri leið. Sá steinn er "kommúna" eða fjölhjúskapur. Pjölhjúskapur er ævagamalt fyrir- bæri, mun eldra en það hjúskaparform, er nú tíðkast á Vesturlöndum. Árið 1892 birtist í "NeueZeit" grein eftir F.Engelá, þar sem hann greinir frá athugunum, sem gerðar voru á Giljökum, sem lifa á Sakhalíneyju. Þar segir m.a.: "A Sakhalín hagar því hinsvegar svo til, að maður kvænist öllum eigin- konum bræðra sinna og öllum systrum^ konu sinnar. Ef málið er skoðað frá þeirri hlið, er að kvenþjóðinni snýr, er útkoman þessi: Konunni er frjálst að hafa kynferðismök við alla bræður eiginmanns síns og alla eiginmenn systra sinna". Það sakar ekki að geta þess,að þegar þessi athugun var gerð,þekktu Giljakar hvorki til akur- yrkju né leirkeragerðar. Þarna má sjá mjög svipaða hug- mynd og liggur að baki "grúppufjöl skyldum" nutímans, nema hvað þetta fjölskyldufyrirkomulag grundvallaðist á ættbálkaskipulagi, en slíku er ekki til að dreifa nú, aftur á móti held ég 'að óhætt sé að fullyrða^ að sameigin- leg andleg áhugamál ráði miklu um samsetningu nútíma fjölfjölskyldu. Tilgangur brautryðjenda fjölhjúskapar nú kemur skýrt fram í þessum orðum eins meðlims danskrar fjölfjölskyldu: "Vilji okkar er að skapa sjálfum okkur betra líf og breyta þjóðfélaginu með fordæmi okkar." (Life, 15.sept 1969). Þessu fólki finnst það þrúgað af núverandi þjóðskipulagi, hugsar rökrétt og veit, að ef breyta á þjóðfélagi verður að byrja á rótum þess, frumeiningu, fjölskyldunni. Nokkuð seinvirk aðferð, en er líklegri til að standast aðfarir afturhaldsafla! en aðgerðir er grynnra rista. Einn kostur fjölhjúskapar er aukin hagræðing, sem hægt er að koma við. Til dæmis geta einn eða tveir meðlimir séð um allt húshald fyrir 10 til 12 manns. Stærri heild stendur að baki öllu og veikist einn meðlimur hefur það ekki nándarnærri eins alvarlegar afleiðingar og veikist heimilisfaðir venjulegrar fjölskyldu. Af þessu leiðir endurmat á viðhorfum til auðs, þar sem fólk er ekki nærri eins bundið á daglegan klafa efna- hagslegrar baráttu. Ennfremur binzt' fólk í slíkum fjölskyldu mun víðtækari persónulegum böndum en annars yrði og skyn^ar því betur mátt,skyldur og eðli samfélagsins. Eitt það vandamál sem venjulegu fólki hrýs mjög húgur við,er það, 'er snýr að kynmökum Löngum hafa gengið tröllasögur af kyn- svalli í fjölfjölskyldum. En slíkt heyrir aðeins til undantekninga og eiga þær rætur sínar að rekja til þeirra drauma, sem venjulegan borgara dreymir um sjálfan sig sem fullkominn og 'stórtækan ástaleikja-J. aðlila og birtist meðal annars í gífur legri sölu klámrita. -Það er hreint ekkert í fyrirkomulagi fjölhjúskapar,sem bannar samlíf tveggja aðila innan hópsins um lengri eða skemmri tíma. Munurinn á milli borgaralegs hjúskapar o^ fjölhjúskapar í þessu tilliti er sá að í borgaralegum hjúskap verða ;aðil_ar’ að hanga saman "þar til dauðinn skilur á milli" eða beita lögklækjum til skilnaðar, en í fjölhjú- skap þarf aðeins að leita nýs félaga innan hópsins eða utan, ef svo ber undir. Og svo er heldur ekkert skilyrði að stunda kynlíf. Talað hefur verið um, að fjölhjúskapur ali upp í fólki leti og ómennsku-. En reynslan er þveröfug. Eins og bent var á hér áður eykur fjölhjúskapur samfélags legan skilning, meðlimir fjölfjölskyldu hljóta því að skilja öðrum betur, hvað þarf til tilveru samvinnuheildar. Enn- fremur má gera ráð fyrir, að gagnkvæm hvatning á milli meðlima sé mun jákvæð- ari en sú hvatning, sem haldið er að meðlimum borgaralegrar fjölskyldu og lausari við rembing. Ymis vandamál geta auðvitað skotið upp kollinum rétt eins og í borgara- legri fjölskyldu, en fjölfjölskyldan er mun sveigjanlegrien hin. Eitt vanda- mál sem upp gæti komið er, hver eigi að ala upp börnin. Er það sá og sú, sem eiga viðkomandi barn, eða á að láta eina manneskju (ef til vill fóstrumennt- aða) sjá um þau öll, eða eiga allir með- limir að leggja sitt af mörkum til barn- anna? Ekkert afgerandi svar er hægt að gefa við þessari spurningu, en hver fjöl- fjölskylda hlýtur að bregðast við þessu vandamáli á sinn hátt, og það er álit mitt, að þessi fjölákylduskipan sé sú albezta að því er barnauppeldi varðar, því að gera verður ráð fyrir, að, alltaf verði til staðar að minsta kosti einn meðlimur, sem hefur löngun til að sinna börnum og vandamálum þeirra. Eðli mannsins er að leita sér sífellt betri og hagkvæmari lífshátta. Ungt fólk þykist merkja stöðnun og spillingu í því kerfi , sem það er fætt inn í. Þess vegna vill það leggja sitt af mörkum í tilraunum mannkynsins, til að auka skilning og þroska einstaklings- ins, en takmarkaður skilningur á milli einstaklinga og þjóða á vandamálum hvers annars > er einmitt það sem siglir heiminum hraðbyrií átt til glötunar. Þórólfur Matthíasson.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.