Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 30

Muninn - 01.02.1971, Blaðsíða 30
/ I Tveir fátæklega klæddir verkamenn koma gangandi eftir endalausum veginum Rykið þyrlast upp undan fótum þeirra II Niðdimm nótt gefur þreyttu auga hvíld Þungur hægur dynur regns á grænu laufi sefar III Enn man ég bros þitt IV Víst er það sárt að ganga berfættur á hörðu malbikinu Og egghvöss glerbrot særa fætur mína svo blóð mitt litar rennusteinana Slík er fórn þess sem ætlar að frelsa heiminn En skórnir þeir urðu eftir austur í Palestínu V Á meðan skuggar kvöldsins falla á slóð þína í fjörusandinum berast ómar kirkjuklukkunnar yfir litla þorpið þitt Þung hæg slögin hringja sálu þína til himins þú ert ekki lengur fordæmdur því þú ert dauður enn sjást spor þín á svörtum sandinum þau liggja niður í flæðarmálið þar sem þau hverfa í hvítt sjávarlöðrið i i i

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.