Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1971, Blaðsíða 50

Muninn - 01.05.1971, Blaðsíða 50
(JotflcQWG, 'SoecMzzl °0 Keilubrautin. Tveir menn höfðu grafið sér holu í jörðina. Hún var rúm- góð, næstum notaleg. Eins og gröf. Það mátti sem bezt búa þar. Fyrir framan sig höfðu þeir byssu, sem fundin hafði verið upp til að skjóta með menn. Oftast voru það ókunnugir menn. Maður skyldi ekki einu sinni mál þeirra. Og þeir höfðu ekkert illt gert manni. Samt var maður neyddur til að skjóta á þá með byssunni. Einhver hafði gefið skipun um það. Og til þess að auka afköstin hafði einhver fundið upp byssu sem skaut meira en sextíu skotum á mínútu. Fyrir það hafði hann hlotið verðlaun. uðin að velta. Eins og á keilu- braut. Og mennirnir báðir vökn- uðu við lágan kliðinn. ,,Það var að minnsta kosti samkvæmt skipun," hvíslaði annar. ,.En við gerðum það,“ æpti hinn. ,,Og óhugnanlegt hefur það verið,“ stundi sá fyrri. ,,Það hefur nú sosum verið býsna góð dægrastytting stund- um,“ sagði sá síðari og flissaði. ,,Nei!“ æpti sá sem hafði hvíslað. ,,Ójú,“ hvíslaði hinn. ,,Stund- um hefur það verið býsna góð dægrastytting. Þú getur ekki neitað því. Býsna góð dægra- stytting." Tímum saman sátu þeir þarna um nóttina án þess að geta sofið. Svo sagði annar: „En guð hefur gert okkur svona.“ „Guð hefur að minnsta kosti afsökun," sagði hinn. „Hann er ekki til.“ „Er hann ekki til?“ spurði sá fyrri. „Það er eina afsökunin, sem hann hefur,“ sagði sá síðari. „En við — við erum þó til,“ hvíslaði sá fyrri. ,.Já, við erum til,“ hvíslaði hinn. Báðir mennirnir, sem höfðu fengið skipun um að gera út af við eins mörg höfuð og þeir gætu, gátu ekki sofið þessa nótt. Þvd að frá veltandi höfðunum heyrðist lágur kliður. Að lokum sagði annar: „Og nú erum við komnir á kaf í þetta.“ „Já,“ sagði hinn, „nú erum við komnir á kaf i það.“ Þá hrópaði einhver: „Verið v'iðbúnir! Það er kom- inn dagur!" Báðir mennirnir risu upp og gripu byssur sínar. Og í hvert skipti sem maður kom í ljós. skutu þeir á hann. Og alltaf var það maður, sem þeir þekktu ekk; og sem hafði ekki gert þeim neitt illt. Samt skutu þeir á hanr., Það var í þeim tilgangi, sem einhver hafði fundið upp byss- una og hlotið verðlaun fyrir. Og einhver — einhver haið; meira að segja gefið skipur.. n mz & Spölkorn frá þessum tveim rnönnum var önnur hola. Upp úr henni gægðist höfuð af nianni. Á því var nef sem gat fundið angan af ilmvötnum. og augu sem gátu greint borg eða blóm. Ennfremur var á því niunnur sem gat boróað brauð og sagt ..Xnga“ eða „mamma". Þetta höfuð komu mennirnir • veir með byssuna auga á. „Skjóttu!“ sagði annar þeirra. Skotið kvað við. Og svo var það þetta höfuð. Það gat ekki framar fundið ang- an af ilmvötnum og ekki lengur greint borg eða sagt „Inga“. Aldrei framar. Báðir mennirnir höfðust nokkra mánuði við í holunni. Þeir gerðu út af við mikinn fjölda höfuða, og þau voru und- antekningarlaust á mönnum, sem þeir þekktu ekki, sem ekk- ert illt höfðu gert þeim, og þeir skildu ekki einu sinni mál þeirra. En einhver hafði fundið upp byssu, sem skaut sextíu skot- um á minútu. Og einhver hafði meira að segja gefið skipun. Er frá leið höfðu mennirnir iveir gert út af við svo mörg höfuð að hægt var að byggja stórt fjall úr þeim. Og meðan báðir mennirnir sváfu, tóku höf- Jí/nc/reg/n ji/hnce/r. z?//// ^fáJ/r' snesnri jjíyv/ " €//oj /on/f/J Q/f /3zf£— C//~ / //°/ <%f /Tot/ sr>/j/r//r?/o cfo/f/sf-a /r/^örss ar/TCi. (J/e&y'J/cyfJ • * * Oo /&**•/ ■ •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.