Muninn

Årgang

Muninn - 15.03.1972, Side 7

Muninn - 15.03.1972, Side 7
stórveldanna í austri og vestri, sem hersetan hér var lítið brot úr: að skipta heiminum í tvö hernaðarleg og stjórnmálaleg áhrifasvæði þeirra £ milli, undir ægishjálmi Bandaríkj- anna og Sovetrikjanna, og í ógnvekj- andi skjóli vetnissprengjunnar. Ivieð þessum orðum er ekki endilega verið að leggja dóm á það, hvort þessi af- staða meginþorra þjóðarinnar hafi verið réttlát eða ranglát, miðað við allar aðstæður hér á landi. Hér er verið að skýra frá staðreynd. En þrátt fyrir þennan ,sem kalla má, innri veikleika hernámsandstæðinga, unnu þeir tvímælalaust mjög verðmætan sigur með baráttu sinni. Vegna baráttu þeirra og eingöngu hennar vegna,varð hersetan hér a landi aldrei það þjóð- arböl, sem hún annars gat og hefði orðið. Hér varð aldrei sú siðferðilega upp- lausn, sem í vændum var, aldrei almennt sá snapandi herstöðvalýður, sem reikna mátti með þegar það þótti "fínt að vera sópari á Vellinum" og ekki alveg öll sú fjármálaspilling, sem full ástæða var til að óttast. Hér er a.m.k. ekki enn skollið yfir það eiturlyf^aflóð, né sú alda kynsjúkdóma, sem búast hefði mátt við og nú herjar Suður-Víetnam og er venjulegur fylgifiskur erlendra herstöðva o.s.frv. I prentuðum sam- tíðarheimildum fírá þessum árum er að finna sannanir fyrir því, hvað var i uppsiglingu, hefði ekkert verið að gert; hefði ekki verið reynt að "stemma á að ósi". Barátta hernámsandstæðinga, m.a. ve^na þess að hún var öðrum þræði stjórnmala- legs eðlis, varð til þess, að "her- námsflokkarnir" svonefndu urðu hræddir um völd sín og áhrif og settu þess vegna fram kröfur um "einangrun" hersins, takmörkun á ferðafrelsi utan herstöðva, girðingu umhverfis herstöðina o.fl. Sígilt dæmi um ótta þennan er það, að "hernámsflokkarnir" þorðu ekki að Þiggja það, að Bandarxkjamenn kostuðu steyptan veg frá herstöðinni í Mið- nesheiði í Hvalfjarðarbotn, af ótta við, að sú framkvæmd yrði vatn á myllu hernámsandstæðinga.' hað er svo venjuleg kaldhæðni ör- laganna, að þessi sigur og þar með öll barátta hernámsandstæðinga, verður í augum alihennings aðeins staðfesting á því, sem þeir höfðu haldið fram, sem kölluðu hersetuna yfir okkur, p.e. að af henni stafaði enginn ijóðarvoði. Hér er þá komið að nýju hættumerki, þv£ að við sofnum á verðinum vegna þess,að til þessa hefur betur úr rætzt en á horfðist. Þó að það takist með mikilli baráttu ákveðinna þjóðfélagshópa að bægja frá dyrun verulegum hluta af þeirri spill- ingu og voða, sem jafnan fylgir erlendri herstöð og hersetu, er hún eins og falinn eldur, sem getur blossað upp £ öllu

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.